fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Íslenskur hugverkaiðnaður þarf níu þúsund sérfræðinga á næstu fimm árum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 08:00

Það sárvantar fólk til starfa i hugverkaiðnaðinum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef áætlanir um vöxt í hugverkaiðnaði hér á landi eiga að ganga eftir þarf að fjölga sérfræðingum um allt að níu þúsund á næstu fimm árum eða um 1.800 á ári að meðaltali. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar meðal stjórnenda í hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 80% fyrirtækjanna vanti starfsfólk núna til að viðhalda starfsemi sinni. Forsvarsmenn flestra telja sig vanta eitt til fimm stöðugildi til að viðhalda núverandi starfsemi en dæmi eru um að allt að 80 starfsmenn vanti hjá fyrirtæki.

Úr svörum fyrirtækjanna má lesa að þau reikna með að þurfa að sækja helming starfsmanna sinna til útlanda því í mörgum tilfellum er um mjög sérhæfð störf að ræða.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“