Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 80% fyrirtækjanna vanti starfsfólk núna til að viðhalda starfsemi sinni. Forsvarsmenn flestra telja sig vanta eitt til fimm stöðugildi til að viðhalda núverandi starfsemi en dæmi eru um að allt að 80 starfsmenn vanti hjá fyrirtæki.
Úr svörum fyrirtækjanna má lesa að þau reikna með að þurfa að sækja helming starfsmanna sinna til útlanda því í mörgum tilfellum er um mjög sérhæfð störf að ræða.
Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.