fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Bush líkti Zelenskyy við Churchill

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 05:34

Forsetarnir funduðu í gegnum fjarfundabúnað í gær. Mynd: George W. Bush Presidental Center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, ræddi við Volodomyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í gegnum fjarfundabúnað í gær. Eftir fundinn birti Bush myndir frá fundinum og þakkaði Zelenskyy fyrir forystu hans og líkti honum við Winston Churchill sem var forsætisráðherra Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni.

„Það var mér heiður að ræða við Zelenskyy forseta í nokkrar mínútur, hann er Winston Churchill nútímans, í morgun. Ég þakkaði forsetanum fyrir forystu hans, fordæmið sem hann hefur sýnt og tryggð við frelsi. Ég hrósaði hugrekki Úkraínubúa,“ sagði Bush að fundinum loknum.

Hann sagði einnig að Zelenskyy hafi heitið að Úkraínubúar muni ekki hika í baráttunni við villimennsku og ofbeldisverk Pútíns. Bandaríkjamenn dáist að hugrekki og seiglu Úkraínubúa og muni halda áfram að standa með þeim í baráttu þeirra fyrir frelsi.

Frá fundinum í gær. Mynd: George W. Bush Presidental Center
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi