fbpx
Föstudagur 17.september 2021
Fréttir

Maður handtekinn í Smáralind: Kúkaði á sig og klíndi saur á öryggisverði – „Það voru bara slettur út um allt gólfið“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 9. september 2021 17:19

Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í dag handtekinn á annarri hæð í Smáralindinni. Eins og við er að búast á þessum tíma dags var margt fólk statt í Smáralindinni þegar handtakan átti sér stað og voru mörg vitni að henni. Einn sjónarvotturinn hafði samband við DV og lét vita af því sem fór fram.

Viðkomandi hafði ekki hugmynd um hvers vegna maðurinn var handtekinn en segir að hann hafi verið langt frá því að vera sáttur við handtökuna. „Maðurinn lét öllum illum látum og öskraði,“ segir þessi aðili í samtali við DV.

Kúkaði á sig og klíndi saur á öryggisvörðinn

DV heyrði í starfsmönnum verslana í Smáralindinni en flestir sem ræddu við blaðamann sáu bara manninn vera leiddan í járnum. Það var þar til blaðamaður náði tali af starfsmanni í versluninni sem maðurinn var fyrir utan þegar hann var handtekinn.

„Hann kom ekkert inn í búðina okkar. Hann var bara tæklaður fyrir utan búðina okkar og þetta gerðist allt fyrir utan. Við lokuðum búðinni og allir starfsmennirnir fóru á bak við. Við vorum ekki hrædd, meira bara í sjokki,“ segir starfsmaður verslunarinnar.

Starfsmaðurinn útskýrði jafnframt fyrir blaðamanni hvers vegna versluninni var lokað: „Það kom svo vond lykt því gaurinn sem var tæklaður skeit á sig fyrir utan búðina og klíndi því á öryggisvörðinn sem tæklaði hann. Þannig það kom bara ógeðsleg lykt inn í búðina og við lokuðum þess vegna,“ segir starfsmaðurinn.

„Þetta var bara ógeðslegt, það var ástæðan fyrir því að allir fóru á bak við, bara út af lyktinni. Það voru bara slettur út um allt gólfið núna. Þetta var ógeðslegt. Löggan var að þrífa þetta eftir hann, bara vesen.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“

Stöð 2 tekur fyrir orðróm um að Reynir Bergmann sé að byrja þar með þætti – „Það er rangt“
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna

Rauðagerðismálið: Pissuspása hjá Shpetim þegar Angjelin losaði sig við byssuna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“

Erlingur upplifði eitraða klefamenningu og fékk nóg er hann heyrði af ógeðfelldri hefð – „Ég mætti aldrei aftur á æfingu“