fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Slagurinn við Guðlaug kostaði Áslaugu Örnu 8,7 milljónir – Þetta eru fyrirtækin sem studdu hana

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. september 2021 12:08

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabarátta Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kostaði rúmar 8,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í uppgjöri prófkjörsins sem er aðgengilegt á vef Ríkisendurskoðunar.

Eins og alþjóð veit hafnaði Áslaug Arna í öðru sæti prófkjörins og laut þar með í lægra haldi í leiðtogaslagnum gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór hefur ekki enn skilað inn uppgjöri vegna kosningabaráttu sinnar en frestur til þess er liðinn.

Stjórnmálamönnum ber að skila inn uppgjöri eða yfirlýsingu um að kostnaður þeirra vegna persónukjörs innan þriggja mánaða frá því að prófkjör fer fram.

Pabbi skaffaði hámarksstyrk

Í uppgjöri Áslaugar Örnu kemur fram að styrkir fyrirtækja námu rúmum 2,8 milljónum króna en styrkir einstaklinga námu um 5,9 milljónum króna.

Hámarksstyrkur sem fyrirtæki getur veitt eru 400 þúsund krónur og aðeins tveir slíkir styrkir litu dagsins ljós. Frá Juris slf. og Ness Management Consulting ehf. Hið fyrrnefnda er rekstarfélag samnefndrar lögfræðistofu en Sigurbjörn Magnússon, faðir Áslaugar Örnu, er einn eigenda hennar. Ness Management Consulting ehf. er í eigu Tómas Márs Sigurðssonar, forstjóra HS Orku.

Fyrirtæki sem studdu Áslaugu Örnu:

Juris slf. – 400.000

Ness Management Consultin ehf. – 400.000

Pure Management ehf. – 155.000

M ehf. – 200.000

Íslyft ehf. – 150.000

Steinbock-þjónustan ehf. – 150.000

Seaproducts Iceland ehf. – 150.000

Dalborg hf. – 300.000

Lögmenn Árbæ slf. – 100.000

Rock Holding ehf. – 300.000

Lýsi hf. – 250.000

Fons Juris ehf. – 250.000

Samtals: 2.805.000 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi