fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fréttir

Mætti of seint í viðtal og var „þrætugjarn og í vörn“ – Taldi brotið á sér þegar hann var ekki ráðinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 8. september 2021 19:30

Mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður kærði ráðningu Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í stöðu saksóknarfulltrúa hjá embættinu til kærunefndar jafnréttismála, en hann taldi að hann hefði orðið af starfinu sökum þess að hann væri karlmaður. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að ráðningin hafi ekki brotið gegn jafnréttislögum.

Mætti of seint og var þrætugjarn

Í svari embættis lögreglustjórans kemur fram að maðurinn hafi komið illa fyrir í starfsviðtali og hafi það haft mikil áhrif á það að hann fékk ekki stöðuna. Hafi hann mætt seint í viðtalið, sem haldið var í gegnum fjarfundabúnað, hann hafi verið í vörn og þrætugjarn, ofmetið eigin þekkingu og reynslu auk fleiri atriða sem talin voru til.  Meðal annars hafi maðurinn lýst yfir áhyggjum af því að starfið væri ekki nægilega krefjandi fyrir hann og of einhæft.

„Kærandi kom að mati kærða illa fyrir í viðtalinu. Hann mætti of seint og ítrekað þurfti að biðja hann um að laga myndavél og hljóð. Kærandi hafi virst þrætugjarn og í vörn þegar borin voru undir hann atriði úr umsókn. Jafnframt hafi borið á ofmati á þekkingu og reynslu. Spurður um helstu áskoranir í starfi saksóknarfulltrúa nefndi kærandi að hann óttaðist að standa ekki undir eigin væntingum þar sem hann gerði miklar kröfur til sjálfs síns.

Einnig hefði hann áhyggjur af því að starfið væri ekki nægilega krefjandi og of einhæft. Varðandi málflutningsreynslu kom fram að hann hefði ekki flutt mál sjálfur fyrir dómi heldur verið viðstaddur málflutning en hann hefði aðstoðað við undirbúninginn.

Kærandi gat ekki svarað annarri af tveimur spurningum um sakamálaréttarfar og átti erfitt með að svara hinni. Hann hafði ekki kynnt sér starfsemi embættisins fyrir viðtalið en kvaðst hafa áhuga á stefnumótun og framtíðarsýn embættisins.

Kærandi kvaðst hafa góða samskiptahæfni og að sér gengi vel að vinna undir stjórn annarra en það gengi þó betur þegar hann fengi að stjórna sjálfur. Hann gæti unnið með öðrum en gengi hraðar ef hann fengi að stjórna. Hann væri sjálfstæður í störfum og ynni best væri honum treyst í stað þess að vera sagt til.“

Skilaði persónuleikaprófi með umsókn

Maðurinn var ósáttur við svör lögreglustjórans og benti á að samkvæmt persónuleikaprófi sem hann skilaði með umsókn, án þess að um slíkt hafi verið beðið, stæði hann konunni framar hvað varði frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni, jákvæðni, samskiptahæfni og hæfni til að vinna í hóp. Lögreglustjóraembættið tók þó fram að ekki væri hægt að taka tillit til slíks prófs enda fæli það ekki í sér neina staðfestingu á persónulegum einkennum mannsins.

Konan með viðmót og framkomu til fyrirmyndar og lengri starfsreynslu

Konan sem var ráðin hafði lengri starfsreynslu sem lögfræðingur og hafi auk þess komið mjög vel fyrir í viðtali.

„Viðmót og framkoma var til fyrirmyndar og var hún áhugasöm um starfið. Fram kom að hún teldi að helsta áskorun sín í starfinu yrði málflutningur þar sem hún hefði enga reynslu á því sviði. Hún hafi óhikað svarað spurningum um sakamálaréttarfar. Enn fremur hafði hún kynnt sér embættið og sýndi áhuga á starfseminni. Aðspurð um samskiptahæfni og hæfni til að starfa í hóp sagði hún að samskipti hefðu gengið vel, hún væri mikil félagsvera og með áhuga á fólki.“

Kærunefndin rakti að konan og maðurinn hafi fengið jafnmörg stig varðandi menntun og aðra reynslu sem nýttist í starfi, þó að maðurinn hafi staðið aðeins framar varðandi tiltekna reynslu. Kærunefnd taldi ekkert benda til að matið hafi byggt á ómálefnalegum sjónarmiðum.

Konan hafi verið metin hæfari hvað varðaði persónubundna þætti en það mat byggði mikið á frammistöðu í viðtali.

Hér má lesa úrskurð kærunefndar í heild sinni 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“