fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fréttir

„Ég var 19 ára og ég kærði ekki“– Þórdís bendir á að 70% nauðgunarmála fari aldrei fyrir dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. september 2021 11:30

Þórdís Valsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og fjölmiðlakona, greinir frá nauðgun sem hún varð fyrir er hún var 19 ára, í grein sem birtist á Vísir.is í dag.

Þórdís treysti sér ekki til að kæra þegar henni var gert ljóst hver eru örlög meirihluta kærðra kynferðisbrota í réttarkerfi. Í greininni segir:

„Ég var 19 ára og ég kærði ekki.

Ég gerði allt „samkvæmt bókinni”, í upphafi í það minnsta. Leitaði beint til Neyðarmóttöku LSH í Fossvogi og var skoðuð af lækni og gaf skýrslu.

Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið – orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið.“

Þórdís segir að maðurinn sem braut gegn henni hafi verið saklaus fyrir dómi en hún viti að hann hafi hvergi nærri verið saklaus. Hún segir umræðu undanfarna mánuði hafa verið erfiða fyrir þolendur ofbeldis því þeim sé ekki trúað. Þá segir:

„Er fjarstæðukennt að trúa þeim örfáu þolendum sem greina opinberlega frá þeim brotum sem þær hafa orðið fyrir? Það hljóta allir að sjá að enginn leikur sér að því að opinbera sig með slíkum hætti.

Ætlum við virkilega að samþykkja það að háttvirtir karlmenn innan samfélagsins, innan réttarkerfisins, brýni raustina og smáni opinberlega konur sem segja frá, til þess eins að rýra trúverðugleika þeirra?“

Þórdís bendir á að útbreitt kynferðisofbeldi snúst um rótgróin viðhorf viðhorfi í samfélaginu og menningu okkar.

Greinina má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“