fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fréttir

Unglingur sigraði í héraðsdómi – Níu bjórar og ein sterk fyrir utan Bæjarins beztu drógu dilk á eftir sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. september 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður undir tvítugu var í dag sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um brot á áfengislögunum.

Brotið var framið í Reykjavík, vettvangurinn var fyrir utan Bæjarins beztu í Tryggvagötu, en þar sem pilturinn býr á Akureyri var réttað yfir honum þar. Honum er gefið að sök að hafa þann 24. ágúst 2019 haft níu bjóra og eina flösku af sterku áfengi í fórum sínum þegar lögregla hafði afskipti af honum og gerði áfengið upptækt.

Þar sem hinn ákærði er undir tvítugu var álitið að hann hefði framið þarna lögbrot og var þar stuðst við 5. málsgrein 19. greinar áfengiskaupalaganna, aðallega þá síðustu setninguna í málsgreininni (feitletrun DV):

„Það varðar mann refsingu samkvæmt lögum þessum láti hann viðgangast ólöglegan tilbúning áfengis, ólöglega sölu eða geymslu þess í húsum sínum eða á landi sínu. Sama gildir ef skip hans, bátur eða annað flutningstæki er með vitund og vilja hans notað til geymslu, flutnings eða sölu ólöglegs áfengis. Með sama hætti skal refsa þeim sem hefur áfengi í vörslu sinni sem látið hefur verið af hendi andstætt ákvæðum laga þessara.

Hinn ákærði lét ekki sjá sig fyrir dómi en það breytti því ekki að hann hafði sigur og var sýknaður af ákærunni vegna ólíkrar lagatúlkunar dómarans og ákæruvaldsins.  Um þetta segir í dómnum:

„Ákærði er ákærður fyrir að hafa áfengi í vörslum sínum sem látið hafi verið af hendi andstætt lögum, sbr. 5. mgr. 19. gr. laga nr. 75/1998 og vísar ákæruvaldið til 1. mgr. 18. gr. sömu laga. Í því ákvæði kemur fram að óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Af orðalagi verknaðarlýsingar 1. mgr. 18. gr. verður ráðið að tilverknað eða atbeina fleiri manna en eins þarf til brotsins af rökbundinni nauðsyn. Af því má gagnálykta svo, að einungis atbeini þess sem selur, veitir eða afhendir áfengið sé refsiverður. Verður að telja atbeina kaupanda eða viðtakanda ólöglega selds áfengis refsilausan.“

Segir síðan að þar sem um refsilausa háttsemi sé að ræða verði ekki beitt ákvæðum ofangreindrar lagagreinar.

Er hinn ákærði því sýkn af kröfum ákæruvaldsins um að hann sæti refsingu. Hins vegar þarf hann að sæta upptöku á níu bjórum og einni flösku af sterku áfengi. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“