fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

500 íbúðir á tveimur árum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. september 2021 15:29

Aðsend mynd: Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, afhenti Hjördísi Björk Þrastardóttur, lyklana að fimmhundruðustu íbúð Bjargs að Gæfutjörn í Úlfarsárdal í dag. Með þeim á myndinni eru Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Dagur Eggertsson borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarg íbúðafélag afhenti í dag fimmhundruðustu íbúð félagsins við hátíðlega athöfn að viðstöddum borgarstjóra Degi B. Eggertssyni og forsvarsmönnum ASÍ og BSRB.

Hefur Bjarg sent eftirfarandi fréttatilkynningu um málið til fjölmiðla:

„Bjarg er leigufélag að danskri fyrirmynd sem stofnað var árið 2016 af ASÍ og BSRB og hefur það markmið að tryggja öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Félagið var byggt upp frá grunni og sumarið 2019 var fyrsta íbúð Bjargs afhent. Nú tveimur árum síðan er félagið að afhenda til leigu fimmhundruðustu íbúð félagsins sem er í að Gæfutjörn í Úlfarsárdal.

Öll verkefni á kostnaðaráætlun og réttum tíma

„Ég er gríðarlega stoltur af kraftinum í Bjargi og það að sjá drauminn um endurreisn verkamannabústaða vera að rætast. Öruggt leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði er ekki aðeins frábært fyrir íbúa Bjargs heldur hefur góð áhrif á allan húsnæðismarkaðinn. Fimmhundruð íbúðir eru frábær áfangi og engin tilviljun að langstærstur hluti þeirra er í Reykjavík. Ég vonast til að þetta sé aðeins upphafið af áframhaldandi og stórhuga uppbyggingu í góðu samstarfi Bjargs, verkalýðshreyfingarinnar og borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgastjóri Reykjavíkur.

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags, segir markmið félagsins að smíða vandaðar og eftirsóknarverðar íbúðir sem eru leigðar á hagstæðu verði. ,,Sett eru skýr markmið um kostnað og gæði íbúða og framleiðsla þeirra unnið samkvæmt aðferðafræði sem felur í sér nána samvinnu Bjargs, hönnuða og verktaka sem saman leita leiða til að lækka kostnað og stytta verktíma. Ekki er lagt af stað með framkvæmdir nema búið sé að gera fastverðssamningi við verktaka og með samvinnu aðila hefur tekist að halda öllum verkefnum á kostnaðaráætlun og íbúðir verið afhentar leigutökum á réttum tíma,“ segir hann.

Óhagnaðardrifið leigufélag

„Bjarg íbúðarfélag starfar án hagnaðarsjónamiða þar sem leiguverð endurspeglar raunkostnað við rekstur fasteigna. Breytingar á rekstrarkostnaði, opinberum gjöldum og fjármagnskostnaði hafa bein áhrif á leiguverð sem tekur breytingum í samræmi við þróun kostnaðar. Bjarg hefur nú þegar lækkað leigu í kjölfar endurfjármögnunar sl. sumar og er dæmigert leiguverð fyrir 3ja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu um 155þúsund og í Þorlákshöfn er sambærileg íbúð á um 125 þúsund,“ segir Björn.

Mikil eftirspurn er eftir íbúðum félagsins og stefnir félagið að áframhaldandi uppbyggingu þar til jafnvægi næst að sögn Björns. „Til þess að af því verði þarf áframhaldandi stuðning við almenna íbúðakerfið ásamt stöðugu lóðaframboði.“

Íbúðir Bjargs í leigu, í byggingu eða á hönnunarstigi eru staðsettar í Grafarvogi, Kirkjusandi, Árbæ, Vogahverfi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Selási, Skerjafirði, Breiðholti og Háaleitisbraut í Reykjavík. Þá er félagið einnig með íbúðir í Hamranesi í Hafnarfirði, Urriðaholti í Garðabæ, á Akureyri, Selfossi, Akranesi, Þorlákshöfn, Hveragerði, Grindavík og Suðurnesjabæ.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Af 38 smituðum skólabörnum í Reykjavík eru 28 í Háteigsskóla – Einn starfsmaðurinn ekki bólusettur

Af 38 smituðum skólabörnum í Reykjavík eru 28 í Háteigsskóla – Einn starfsmaðurinn ekki bólusettur
Fréttir
Í gær

Þórarinn segir hatursorðræðu ekki vera til – „Fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við“

Þórarinn segir hatursorðræðu ekki vera til – „Fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ekki lengur með lengsta nafn á Alþingi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ekki lengur með lengsta nafn á Alþingi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óli opnar sig upp á gátt – „Ég var farinn að öskra á lækna til þess að fá þessi verkjalyf, 11 ára gamall“

Óli opnar sig upp á gátt – „Ég var farinn að öskra á lækna til þess að fá þessi verkjalyf, 11 ára gamall“