fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Hilmir Snær um #metoo: „Það á að trúa þolendum en það má ekki dæma áður en búið er að sanna eitthvað“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. september 2021 10:20

Hilmir Snær Guðnason. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Hilmir Snær Guðnason segir að honum finnist #metoo umræðan á tímabilum hafa farið út í öfgar en að byltingar þurfi að fara yfir strikið svo að mark sé á þeim tekið og af þeim sé lært.

„Mér finnst skrítið að dæma menn án þess að vita hvað stendur að baki og er hlynntur dómstólaleiðinni. Það á að trúa þolendum en það má ekki dæma áður en búið er að sanna eitthvað,“ segir Hilmir í samtali við Fréttablaðið í dag þar sem hann er í forsíðuviðtali.

Spurður hvort hann upplifi misrétti milli kynja í leiklistinni í ljósi umræðunnar sem uppi hefur verið í samfélaginu undanfarið, líkt og #metoo, segir hann ójafnrétti að finna alls staðar.

„Maður hefur alltaf séð þetta alls staðar í kringum sig en samt var ég steinhissa á hvaða stig umræðan fór,“ segir Hilmir.

„Ég upplifði það ekki þannig að þetta væri meira innan leikhússins en annars staðar og það kom mér á óvart.“

„Það eru manneskjur á bak við alla og ef fólk tekur ábyrgð, þiggur hjálp og gengst við því sem það hefur gert þá verður það að eiga afturkvæmt í samfélagið en ekki vera útskúfað að eilífu,“ segir hann.

„En í grunninn er þetta ekkert flókið, lykillinn er bara að ef fólk hegðar sér ekki svona þá koma þessi mál ekki upp,“ segir hann yfirvegaður.

Hilmir Snær fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Dýrið sem var frumsýnd í gær ásamt sænsku stórleikkonunni Noomi Rapace. Myndin fjallar um bændahjónin Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bænum ákveða hjónin að ala hana upp sem sína eigin.

Helgarviðtal Fréttablaðsins við Hilmi Snæ má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Erlendir glæpahópar með íslenska meðlimi innanborðs herja á landsmenn

Erlendir glæpahópar með íslenska meðlimi innanborðs herja á landsmenn
Fréttir
Í gær

Meintur höfuðpaur í klaufalegu kókaínsmygli dreginn fyrir dóm – Óútskýrðar tekjur námu tugum milljóna

Meintur höfuðpaur í klaufalegu kókaínsmygli dreginn fyrir dóm – Óútskýrðar tekjur námu tugum milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron-smitaði einstaklingurinn á Landspítalanum er fullbólusettur og búinn að fá örvunarskammt

Ómíkron-smitaði einstaklingurinn á Landspítalanum er fullbólusettur og búinn að fá örvunarskammt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotið á rúður í Kórahverfi – „Fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði“

Skotið á rúður í Kórahverfi – „Fór kúla í gegnum rúðuna og hafnaði í borðstofuborði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaður í Spönginni er barn – Bæði hann og afgreiðslustúlkan flutt á slysadeild – Maður sem yfirbugaði árásarmann ræðir við DV

Árásarmaður í Spönginni er barn – Bæði hann og afgreiðslustúlkan flutt á slysadeild – Maður sem yfirbugaði árásarmann ræðir við DV
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja

Lögreglan staðfestir að torkennilegi hluturinn hafi verið sprengja
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik