fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fréttir

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

Heimir Hannesson
Föstudaginn 24. september 2021 11:00

mynd/xid977

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti þáttur útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu 97.7 er nú í loftinu og klárast klukkan 12:00. Þetta staðfesti Frosti Logason í samtali við blaðamann DV í gær og má því með sanni segja að í hádeginu í dag ljúki ákveðnu skeiði í íslenskri útvarps- og fjölmiðlasögu.

Þátturinn hefur verið í gangi í 14 ár og margt gengið á þeim tíma, segir Frosti. Nú hverfa þeir báðir til annarra starfa, en munu þó ekki slíta á strenginn við Sýn. Frosti hefur undanfarin misseri látið að sér kveða í Íslandi í dag á Stöð 2 og vakið þar athygli. Nú síðast fyrir umfjöllun sína um samtökin Hugarafl.

Herma heimildir DV að Máni ætli að halda sér innan ramma umræðuþáttanna, en næsta verkefni hans hefur þó ekki verið tilkynnt formlega.

Í samtali við DV sagði Frosti að ákvörðunin hafi í raun verið tekin fyrir löngu um að klára þessar kosningar og benti Frosti á að þetta væru fimmtu Alþingiskosningarnar sem þeir félagar tækla í þættinum.

Í stað Harmageddon með Frosta og Mána mun fjölmiðlamaðurinn Tómas Steindórsson taka við keflinu, einn til að byrja með. Í samtali við Fréttablaðið segir Frosti að hann og Máni hafi handvalið arftakann og að þeir hafi mikla trú á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan yfirheyrði Árna Gils í nærfötum og náttslopp einum klæða – Lögreglan snupruð og málið tilkynnt til Umboðsmanns

Lögreglan yfirheyrði Árna Gils í nærfötum og náttslopp einum klæða – Lögreglan snupruð og málið tilkynnt til Umboðsmanns
Fréttir
Í gær

Domino’s hækkar verðið á þriðjudagstilboði – „Aldrei gaman að hækka verð“

Domino’s hækkar verðið á þriðjudagstilboði – „Aldrei gaman að hækka verð“
Fréttir
Í gær

„Þetta er allt mjög grunsamlegt“ – „Tölfræðilega nánast ómögulegt“

„Þetta er allt mjög grunsamlegt“ – „Tölfræðilega nánast ómögulegt“
Fréttir
Í gær

Sláandi fjöldi Íslendinga stígur fram eftir byrlun: „Þeir voru að draga mig inn í leigubíl“ – „Helvítis ógeðið hefði getað drepið mig“

Sláandi fjöldi Íslendinga stígur fram eftir byrlun: „Þeir voru að draga mig inn í leigubíl“ – „Helvítis ógeðið hefði getað drepið mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö hundruð starfsmenn lögreglunnar skimaðir eftir að sjö smit greindust hjá embættinu

Tvö hundruð starfsmenn lögreglunnar skimaðir eftir að sjö smit greindust hjá embættinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálheppinn tippari vann 7,5 milljónir

Stálheppinn tippari vann 7,5 milljónir