fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fréttir

Flokkarnir birta viðhorf sín til vændis og kynlífsvinnu – Edda Falak gífurlega vonsvikin -„Þetta er EKKI opinber stefna okkar“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. september 2021 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Femíniska vefritið Knuz.is óskaði eftir upplýsingum frá þeim stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingis í ár um afstöðu þeirra til vændi og kynlífsvinnu. Segja má að svör Samfylkingarinnar, sem hefur notið mikilla vinsælda í aðdraganda kosninga meðal margra femínista sem hafa verið áberandi á Twitter, töluverðum vonbrigðum.

Vísar Edda þar til svara Samfylkingar við fyrirspurn Knuz en þar kemur fram að Samfylkingin vilji skaðaminnkandi nálgun í vændismálum „þar sem er ekki refsivert að selja vændi en hins vegar sé refsivert að kaupa vændi.“ Þessi stefna er í samræmi við svonefnda „sænska-leið“ sem hefur verið innleidd í íslensk lög að sænskri fyrirmynd og gerir kaup á vændi refsiverða en sölu á því refsilausa.

Samfylkingin telur að fólk í vændi sé oftar en ekki í því af neyð eða jafnvel nauðung.

„Vændi veldur meirihluta fólks sem leiðist út í það miklum og varanlegum skaða og hagsmunir þeirra fáu sem sjálfir velja að stunda vændi geta einfaldlega ekki talist vega þar upp á móti. Auk þess veitir sænska leiðin fólki í vændi örlitla yfirhönd í samskiptum við kaupendur þar sem brotið er alltaf kaupanda en seljandi vændis er í fullum rétti.“

Samfylkingin kýs jafnframt fremur að tala um vændi en um kynlífsvinnu.

Margir lýstu yfir sárum vonbrigðum með þessa afstöðu Samfylkingarinnar undir tísti Eddu. Ein spurði jafnvel hvort hún þyrfti ekki að kaupa sér farmiða heim til Íslands til að breyta atkvæði sínu.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, svaraði Eddu og sagði ekki allt vændi vera ofbeldi en þó að meirihluti þeirra sem það stunda væru að því sökum neyðar eða nauðungar.

Heiða segist vera í miklu sambandi við nokkrar konur sem séu í vændi „og þær upplifa öryggi í að geta tilkynnt karla sem áreita þær eða skaða. Þeir eru að brjóta lög en ekki þær og löggæslan á þar að standa með þeim sem selja og tryggja þeirra öryggi betur.

Við innleiddum sænsku leiðina þegar við vorum í ríkisstjórn og okkar fólk hefur fylgt kvenfrelsismálum ötullega eftir. Það er margt ís tórum flokk sem öll eru ekki sammála um en við stöndum alltaf með mannréttindum.“

Edda spyr þá á móti „Og ertu að segja mér að lausnin sé ykkar stefna? Eftirlit lögreglu beinist oft að seljendum, til þess að hafa uppi á hugsanlegum kaupendum, sem ýtir starfseminni lengra inn í skuggann og ógnar með því öryggi seljenda.“

Dagbjört Hákonardóttir, lögfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um málið undir tísti Eddu og benti á að innan Samfylkingarinnar væri ekki einhugur um þá stefnu sem send var á Knuz.

„Hæ. Samfylking hér. Þetta svar var unnið af tilteknuma ðilum og fá önnur vissu af þessari fyrirspurn. Það eru mjög skiptar skoðanir um þessi mál innan flokksins og þetta er EKKI opinber stefna okkar.

Í Samfylkingunni eru margar sex positive konur í framboði og allir frambjóðendur eiga að vilja hlusta, skilja og virða.

Aldrei myndum við nokkru sinni dæma fólk fyrir að velja að selja kynlíf.

Við biðjum um skilning á því að þessi umræða er enn nokkuð skammt á veg komin hér á landi, og það tekur tíma að öðlast sýn á raunveruleika þeirra sem kalla eftir lögleiðingu.

Áfram femínismi, höfnum drusluskömmun. Alltaf frelsi, jafnrétti og virðing.“

Undir þetta tekur Ásta Helgadóttir, sem skipar 7. sæti hjá Samfylkingunni í Reykjavík norður.

„Það eru mjög skiptar skoðanir á þessu innan raða flokksins og umræða þar um að móta stefnu til þess að taka mið að meira sex-radical feminisma í þessum umræðum. Sjálf er ég í Samfylkingunni og mjög sex-radical þegar það kemur að svona málum.“

Ingunn Rós Kristjánsdóttir, sem skipar fjórða sæti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, nýtti líka tækifærið og benti á að Viðreisn hafi mótað sér stefnu í þessum málaflokk sem hún persónulega sé mjög stolt af.

Viðreisn telur ekki rétt að halda sænsku-leiðinni til streitu, hún sé úrelt og skaðleg fyrir þann hóp sem stundar kynlífsvinnu.

„Meðan að kaup eru ólögleg þá ýtir það undir að kaupendur leiti til mjög jaðarsettra einstaklinga sem eru ólíklegri til að leita réttar síns ef á þeim er brotið. Kaup og sala á kynlífi er að eiga sér stað og við getum ekki lokað augunum fyrir því, sama hver skoðun okkar er á málinu,“ segir í stefnu Viðreisnar. Viðreisn bendir á að um sé að ræða tvo ólíka hópa, þá sem verða fyrir ofbeldi og þvingunum – vændi og svo aðra – kynlífsvinna. Nauðsynlegt sé að hlusta á þann hóp sem er í þessum aðstæðum.

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrari og frambjóðandi Sósíalistaflokksins, bendir þá á stefnu Sósíalista í þessum málaflokk.

Samkvæmt svörum Sósíalistaflokksins við fyrirspurn Knuz hefur flokkurinn ekki lagt til breytingu á sænsku leiðinni en vill eiga virkt samráð við þá sem hafa gagnrýnt þá leið.

„Hugtökin kynlífsvinna og vændi fela í sér tvennt ólíkt. Val eða neyð. Sósíalistar telja hugtakið vændi lýsa þeirri neyð sem felst í því að þurfa að selja aðgang að líkama sínum sér til lífsviðurværis.“

Hafrún Elísa Sigurðardóttir, skaðaminnkunarsinni sem unnið hefur með Konukoti, lýsti einnig yfir vonbrigðum með stefnu Samfylkingarinnar.

Steinunn Ýr Einarsdóttir, formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um málið.

Fleiri flokkar en þeir sem minnst er á hér að ofan hafa skilað inn svörum við fyrirspurn Knuz.

Píratar segjast vera á móti sænsku leiðinni. Hún hafi verið reynt og gallar á henni séu þó nokkrir, meðal annars hafi aðferðin neikvæð áhrif á öryggi seljenda og leiði til þess að þeir verði gjarnan undir eftirliti lögreglu sem ýti starfseminni lengra inn í skuggann.

Miðflokkurinn telur ekki næga reynslu komna á sænsku leiðina en hún sé tilraunarinnar virði.

Vinstri græn eru ánægð með sænsku leiðina og vilja ekki tala um kynlífsvinnu heldur fremur vændi.

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er á móti sænsku leiðinni. Flokkurinn vill lögleiða sölu og kaup á kynlífsþjónustu þar sem einstaklingar ráði yfir eigin líkama og engum komi við hvað fólk geri inn í svefnherberginu. Kynlífsvinna sé ágætisorð.

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins hafa ekki skilað inn svörum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörn greindist með fjórða stigs krabbamein – „Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið“

Sigurbjörn greindist með fjórða stigs krabbamein – „Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið“
Fréttir
Í gær

Um 70 Íslendingar í Kongsberg – Enginn óskað eftir aðstoð

Um 70 Íslendingar í Kongsberg – Enginn óskað eftir aðstoð
Fréttir
Í gær

35 ár frá leiðtogafundi í Höfða: Sjáðu hjartnæma ræðu Reagans í Keflavík

35 ár frá leiðtogafundi í Höfða: Sjáðu hjartnæma ræðu Reagans í Keflavík
Fréttir
Í gær

Tveggja turna tal: Útvarp Saga og Öfgar í hár saman – „Er þetta fjárkúgun eða hvað?“ 

Tveggja turna tal: Útvarp Saga og Öfgar í hár saman – „Er þetta fjárkúgun eða hvað?“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir foreldrar í losti – „Er fólk æst í að ala upp siðblinda morðingja?“

Íslenskir foreldrar í losti – „Er fólk æst í að ala upp siðblinda morðingja?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örlagarík fasteignaflétta Birgis í Lúxemborg dregur dilk á eftir sér – Gjaldþrota, dæmdur og nú ákærður fyrir fjárdrátt

Örlagarík fasteignaflétta Birgis í Lúxemborg dregur dilk á eftir sér – Gjaldþrota, dæmdur og nú ákærður fyrir fjárdrátt