fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. september 2021 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir 18 ára pilts sem lenti í óvenjulega hrottafullri árás manna sem réðust inn á heimili á Kársnesi í nótt og létu hamarshögg dynja á gestum sem þar voru í samkvæmi, segir að það sé ekki árásarmönnunum að þakka að sonur hennar sé á lífi, hvað þá að hann hafi þrátt fyrir allt sloppið þokkalega vel frá árásinni.

Nokkur hópur ungmenna, flest líklega á aldrinum 18 til 20 ára, var samankominn í samkvæmi á Kárnesi í Kópavogi. Faðir piltsins sem hélt samkvæmið var rétt ókominn heim frá útlöndum. Einum gesta var vísað burtu. Skömmu síðar kom hann til baka ásamt um fimmtán manns sem komu á nokkrum bílum að húsinu og brutu sér leið inn í með hömrum sem þeir síðan létu dynja á að minnsta kosti þremur gestum í samkvæminu.

„Hann er alveg hress núna en er þó mjög krambúleraður. Það er ekki að sjá að hann hafi fengið neinn heilaskaða eins og ég óttaðist,“ segir móðirin sem ræddi við DV.

Í dagbók lögreglu í morgun greinir frá því mjög stuttlega að fimm hafi verið handteknir eftir líkamsárás í nótt. Virðist mega tengja það við aðra færslu lögreglu í dagbókinni um að hópur ungmenna hafi slegist í hverfi 200 og slagsmálin hafi leystst upp er lögregla kom á vettvang. Sá lesskilningur eða framsetning mun  þó vera alröng. Samkvæmt frásögn konunnar var um að ræða innrás hóps manna inn í húsið og heiftarlega ofbeldisárás á gestina í samkvæminu, en alls ekki slagsmál. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi er lögregla kom en fimm manns voru handteknir í kjölfarið.

„Mér skilst að þeir hafi handtekið fimm og fundið hamra sem þeir voru að nota,“ segir móðirin. Þrír þurftu að fara á slysadeild í nótt vegna árásarinnar og þar af voru tveir fluttir þangað með sjúkrabíl. Annar þeirra er sonur konunnar. Það blæddi mikið úr tveimur mannanna en samkvæmt upplýsingum konunnar er enginn þeirra þriggja í lífshættu.

Eins og áður segir brutu mennirnir sér leið inn í húsið með hömrum: „Þeir brutu tvær rúður og komust þannig inn. Svo skemmdu þeir tvær hurðir sem þeir voru að reyna að brjótast inn um þar sem krakkarnir höfðu flúið inn í herbergi.“

„Á tímabili voru fjórir að berja son minn, hann er með hamarsför á enninu og áverka á hnakkanum,“ segir konan enn fremur. „Það er ekki árásamönnunum að þakka að ekki fór verr,“ segir hún.

Konan fór í íbúðina í morgun þar sem atburðirnir áttu sér stað og segir að hún þar hafi verið blóðslettur út um allt og aðkoman hryllileg. „Þetta er ekkert annað en morðtilraun,“ segir hún. Fór hún ásamt syni sínum á lögreglustöð undir lok dags til að leggja fram kæru vegna árásarinnar.

Konan prísar sig sæla að sonur hennar hafi sloppið svo vel eftir þessa hrottafullu árás. Andleg eftirköst séu hins vegar óráðin. „Svo er það náttúrulega þetta andlega áfall, en ég vona að hann sé sterkur,“ segir hún. Hún segir son sinn þó bera sig vel núna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH