fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fréttir

Lögmaður Angjelins telur að mikilvæg atriði úr vitnaleiðslum hafi farið framhjá fjölmiðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. september 2021 13:00

Angjelin Sterkhaj í réttarsal. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Angjelins Sterkhaj, sem viðurkennir að hafa orðið Armando Bequirai að bana, segir aðspurður að mikilvæg atriði í vitnisburði aðalmeðferðar Rauðagerðismálsins í héraðsdómi hafi ekki ratað í fréttir fjölmiðla.

Bendir hann á að þó að flestir félaga Armandos heitins, sem tengjast öryggisþjónustufyrirtækinu Top Guard, hafi neitað því að hafa lagt sekt á Anton Kristin Þórarinsson, félaga Angelins, og hafi sagt að samræður á messenger-forritinu sem bentu til að slíkt væri í gangi hefðu verið grín, þá hefði einn mannanna viðurkennt að Armando hefði lagt sekt á Anton. Það þýði í raun að ákveðið hafi verið að þvinga fé út úr honum.

Þetta sé mikilvægt atriði sem styðji framburð Angjelins um að honum hafi staðið ógn af Armando og mönnum hans þar sem þeir hafi viljað að Angjelin hjálpaði sér við að kúga fé út úr Antoni Kristni og þegar hann neitaði að gera það hafi þeir viljað ryðja Angjelin úr vegi.

Þá bendir Oddgeir á að vitnaleiðslur á miðvikudag hafi leitt í ljós að í símtali fimmtudagskvöldið 11. febrúar, tveimur dögum fyrir morðið á Armando, hafi Armando hótað að ganga frá Angjelin en Angjelin svarað því til að ef reynt yrði að drepa hann myndi hann snúast til varnar og skjóta á viðkomandi. Ranghermt hafi verið í fréttum að Angjelin hafi hótað að fyrra bragði, hann hafi í raun verið að svara Armando og vara við því að hann myndi verja sig ef reynt yrði að drepa hann.

Það hefur víða komið fram í fjölmiðlum, meðal annars í kvöldfréttum Stöðvar 2  á þriðjudagskvöld, að talið sé að fyrsta skot Angjelins hafi hæft Armando í bakið. Oddgeir bendir á að réttarmeinafræðingur hafi sagt skýrt svo frá að hann gæti ekki metið hvar fyrsta skotið hefði lent í Armando, aðeins að hann teldi að síðustu tvö skotin hefðu hæft hann í höfuðið. Þá væru mögulegar hreyfingar sem gerðu það erfitt fyrir að segja til um líkamsstöðu manna eða röð skotanna.

Þá bendir Oddgeir á að vinur Armandos hafi sagt, er hann bar vitni, að Armando hefði hagað sér furðulega síðasta mánuðinn og meðal annars hótað sér lífláti, og að vinir Armandos hefðu lagt til að hann færi í meðferð.

Oddgeir segir í samtali við DV að hann telji að það sé talsvert meira upplýst í málinu varðandi aðdraganda þess en fjallað hefur verið um og minnir á að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi greint frá því á blaðamannafundi í marsmánuði að hún teldi að Armando hefði haft tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Farið verði yfir þessi atriði í munnlegum málflutningi en þau liggi öll fyrir í gögnum málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þarf að borga 3 milljónir vegna 9 ára gamallar líkamsárásar – Var frá vinnu í 452 daga

Þarf að borga 3 milljónir vegna 9 ára gamallar líkamsárásar – Var frá vinnu í 452 daga
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stefnir barnsföður sínum eftir að hann flutti með börnin til Þýskalands

Stefnir barnsföður sínum eftir að hann flutti með börnin til Þýskalands
Fréttir
Í gær

Gerður afturreka með himinháar kröfur vegna uppsagnar sem reyndist lögmæt

Gerður afturreka með himinháar kröfur vegna uppsagnar sem reyndist lögmæt
Fréttir
Í gær

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verzlunarskólinn tekur upp kynjakvóta – Mikill meirihluti nemenda er stúlkur

Verzlunarskólinn tekur upp kynjakvóta – Mikill meirihluti nemenda er stúlkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Að líkja eldgosinu við sjúkling sem er enn með lífsmarki en er í öndunarvél, er samlíking sem gæti átt við,“ segir Þorvaldur

„Að líkja eldgosinu við sjúkling sem er enn með lífsmarki en er í öndunarvél, er samlíking sem gæti átt við,“ segir Þorvaldur