fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fréttir

Kolbrún skilur ekkert í Guðna forseta: Of gefinn fyrir að stökkva á rétttrúnaðarvagninn

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. september 2021 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður og samfélagsrýnir, botnar ekkert í Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrir að hafa látið undan réttatrúnaðinum og beðist afsökunar á því að hafa notað orðið fáviti. Þetta kemur fram í leiðara hennar í Fréttablaðinu í morgun.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, baðst í byrjun vikunnar skilyrðislausrar afsökunar á því að hafa í sjónvarpsviðtali nokkrum dögum áður notað orðið fáviti í umræðu um viðkvæm og erfið mál innan KSÍO. Hann birti yfirlýsingu þess efnis á Facebook-síðu sinni.

Eins og áður segir lét hann orðið  falla í samhengi við KSÍ-hneykslið og ásakanir í garð landsliðsmanna. Forsetinn sagði að það væri mikill heiður að vera fulltrúi Íslands í fótbolta en þeim heiðri fylgdi ábyrgð og sú skylda að vera ekki fáviti.

Ekki er hægt að segja að gagnrýni í garð Guðna fyrir orðanotkunina hafi verið fyrirferðarmikil en engu að síður taldi forsetinn rétt að biðjast afsökunar. Eitthvað sem vakti furðu Kolbrúnar og segist hún ekki ein um þá skoðun.

„Margt gott má segja um forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson. Hann er hins vegar of gefinn fyrir að stökkva á rétttrúnaðarvagninn. Dæmi um það er þegar hann baðst afsökunar á því að hafa notað orðið fáviti. Hann notaði orðið í merkingunni bjáni. Ekkert er að því. Enda botna fjölmargir alls ekkert í þessari afsökunarbeiðni hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf að borga 3 milljónir vegna 9 ára gamallar líkamsárásar – Var frá vinnu í 452 daga

Þarf að borga 3 milljónir vegna 9 ára gamallar líkamsárásar – Var frá vinnu í 452 daga
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stefnir barnsföður sínum eftir að hann flutti með börnin til Þýskalands

Stefnir barnsföður sínum eftir að hann flutti með börnin til Þýskalands
Fréttir
Í gær

Gerður afturreka með himinháar kröfur vegna uppsagnar sem reyndist lögmæt

Gerður afturreka með himinháar kröfur vegna uppsagnar sem reyndist lögmæt
Fréttir
Í gær

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verzlunarskólinn tekur upp kynjakvóta – Mikill meirihluti nemenda er stúlkur

Verzlunarskólinn tekur upp kynjakvóta – Mikill meirihluti nemenda er stúlkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Að líkja eldgosinu við sjúkling sem er enn með lífsmarki en er í öndunarvél, er samlíking sem gæti átt við,“ segir Þorvaldur

„Að líkja eldgosinu við sjúkling sem er enn með lífsmarki en er í öndunarvél, er samlíking sem gæti átt við,“ segir Þorvaldur