fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Íslensk kona varð fyrir gríðarlegu áfalli: Maðurinn hafði haldið HIV-smiti sínu leyndu – „Ég var mjög hrædd“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 14. september 2021 11:06

Myndin er samsett - Mynd af lögreglustöð: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst fráleitt að lögreglan hafi ekki meiri áhuga á að stöðva svona menn.“

Þetta segir íslensk kona í samtali við Stundina. Konan kynntist manninum sem um ræðir og hafði stundað kynlíf með honum þrisvar þegar hún komst af því að maðurinn væri smitaður af HIV. Þá komst hún einnig að því að maðurinn væri ekki að taka lyf til að halda veirunni niðri.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, sagði konunni ekki sjálfur að hann væri HIV-smitaður heldur komst hún sjálf að því í gegnum þriðja aðila. Konan, sem kemur ekki fram undir nafni í frétt Stundarinnar, frétti af smitinu frá frænda góðra vina sinna en sá þekkir manninn vel. „Hann sagði mér frá þessu þegar hann komst að því að við hefðum sofið saman. Það var hræðilegt.“

Konan gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tali af manninum þegar hún komst að smitinu en maðurinn passaði sig á því að láta hana ekki ná í sig. Hún hefur aldrei talað við manninn eftir þetta.

„Ég hugsaði það versta en ég var heppin“

Þegar konan komst að smitinu varð hún fyrir gríðarlegu áfalli. Næsta virka dag mætti hún á Landspítalann til að fara í skoðun. Sem betur fer smitaðist hún ekki en hún segir að ekki sé víst að heppnin fylgi öðrum konum sem sofa hjá manninum. „Það var gríðarlegt álag að ganga í gegnum þetta. Ég var mjög hrædd. Ég hugsaði það versta en ég var heppin. Það er ekki víst að önnur kona verði jafn heppin.“

Eftir þetta fór hún til lögreglunnar sem hvatti hana til þess að leggja fram kæru. Konan gerði það og maðurinn var kallaður inn í skýrslutöku. Töluverður tími hefur liðið síðan þá en skýrslutakan fór fram í mars árið 2020 samkvæmt konunni. Málið var komið inn á ákærusvið lögreglunnar um sumarið í fyrra en síðan þá hefur það beðið afgreiðslu. Maðurinn gengur því enn laus.

Nánar er fjallað um málið á Stundinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“