fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fréttir

Líkamsárásir í Grafarholti og í Grafarvogi – Segir að nokkrir menn hafi ráðist á sig með bareflum

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 11. september 2021 08:23

Grafarholt og Úlfarsárdalur - Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg um að vera hjá lögreglunni í gærkvöldi ef miðað er við dagbók lögreglunnar sem send var út í morgun. Aðallega mátti sjá að lögreglan stöðvaði bifreiðar um allt höfuðborgarsvæðið þar sem ökumenn voru grunaðir um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.

Til að mynda voru bifreiðar stöðvaðar í 108 og 109 Reykjavík þar sem ökumennirnir voru grunaðir um að keyra undir áhrifum fíkniefna. Í Hafnarfirði, Kópavogi og í Breiðholti voru síðan ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þá var einn ökumaður stöðvaður í Mosfellsbæ en sá er grunaður um að hafa notað farsíma við akstur án þess að hafa handfrjálsan búnað.

Lögreglumenn ætluðu síðan að stöðva bíl í Kópavoginum en ökumaður bílsins sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Þegar hann stöðvaði bílinn skömmu síðar opnaði hann hurðina og hljóp frá bílnum. Það dugði þó skammt þar sem lögreglan náði honum og handtók hann. Hann er grunaður um ölvun við akstur og að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu.

Skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Grafarvoginum. Ekki er fjallað mikið um líkamsárásina í dagbók lögreglu, einungis kemur fram að einstaklingur hafi hlotið höfuðáverka vegna hennar og að það hafi blætt mikið.

Stuttu seinna var svo tilkynnt um líkamsárás í Grafarholtinu. Sá sem varð fyrir árásinni segir að nokkrir menn hafi ráðist á sig og að þeir hafi verið vopnaðir bareflum en ekki er sagt nánar frá árásinni í dagbók lögreglu.

Síðar um kvöldið var svo tilkynnt um aðra líkamsárás í Grafarvoginum. Árásaraðilinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins. Sá sem varð fyrir árásinni var bent á að fara á Bráðadeild til aðhlynningar. Báðir þessir aðilar eru undir 18 ára aldri og eru því ólögráða. Málið var því unnið með aðkomu forráðamanna og Barnaverndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“