fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Hörmuleg aðkoma í Kotabyggð – Stálu öllu mögulegu og ómögulegu úr sumarbústað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. september 2021 11:30

Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært tvo menn frá Litháen, annan um þrítugt og hinn um fertugt, fyrir skrautlegt innbrot í sumarbústað í Kotabyggð á Akureyri. Listinn yfir það sem mennirnir stálu og reyndu að stela úr bústaðnum er ærið skrautlegur, eða eins og segir í ákæru:

„…fyrir þjófnað og tilraun til þjófnaðar, með því að hafa aðfararnótt mánudagsins 20. janúar 2020, staðið saman að því að fara inn í sumarbústað að Kotabyggð 15 á Akureyri og stela þaðan einni rauðvínsflösku, einni hvítvínsflösku, 6 bjórum (Einstök), ausu, brýni, fótum undan Bang & Olufsen hátalara og nokkrum appelsínum, og hafa gert tilraun til að stela Bang & Olufsen hátalara að verðmæti 300.000 krónur, ryksugu og ullarteppi, en ákærð flúðu af vettvangi þegar forsvarsmaður eiganda húseignarinnar kom að þeim við atferli sitt.“

Eins og greinir frá í ákærunni kom forsvarsmaður eiganda bústaðarins að mönnunum og flúðu þeir þá af vettvangi án þess að þeim hafi tekist að hafa allt með sér sem þeir reyndu að stela.

Ekki hefur tekist að birta öðrum manninum ákæru og er honum því birt fyrirkall í Lögbirtingablaðinu auk þess sem ákæran er birt þar.

Málið verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra 2. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Í gær

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“
Fréttir
Í gær

Smitin á uppleið aftur

Smitin á uppleið aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“