fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Hanna Björg fer í framboð – „Kennarastarfið er mikilvægasta starfið“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 11. september 2021 19:13

Mynd: hannarakelphotography

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og formaður jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna beittrar gagnrýni sinnar á forystu KSÍ í tengslum við kynferðisbrotamál sem þögguð voru niður. Hún hefur nú ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.

Sjá einnig: Nærmynd:Hver er þessi Hanna Björg Vilhjálmsdóttir?

Hanna greinir frá þessu sjálf í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. „Ef kennarar veita mér traust og þá er ég fús, viljug og áhugasöm um að leiða kennarastéttina næstu fjögur árin.
Ég hef starfað með forystu framhaldsskólakennara lengur en ég man – farið í gegnum samninga, ósætti, sigra og ósigra. Sú reynsla og þekking á Kennarasambandinu er dýrmæt og ég tel að hún muni nýtast mér í frekara starf innan sambandisins og í þágu kennara,“ segir Hanna í færslunni.

„Allir kennarar á öllum skólastigum eru mikilvægir og ég mun sannarlega gera mér far um að vera málsvari allra. Frá því ég hóf störf sem kennari hef ég haft áhuga og metnað fyrir bæði menntun í landinu og kjaramálum stéttarinnar. Það verður leiðarstef mitt ef kennarar treysta mér til forystu. Grundvöllur kraftmikillar kjarabaráttu er sterk sjálfsmynd stéttarinnar og rík fagvitund. Kennarastarfið er mikilvægasta starfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Í gær

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“
Fréttir
Í gær

Smitin á uppleið aftur

Smitin á uppleið aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“

Vínsali og aktívisti í hár saman – Sverrir hótar Sindra málsókn – „En freki karlinn er auðvitað óvanur því að honum sé andmælt“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“

Hryllileg árás á ungmenni á Kársnesi í nótt – Börðu fólk ítrekað í höfuð með hömrum – „Þetta er ekkert annað en morðtilraun“