fbpx
Mánudagur 27.september 2021
Fréttir

Fáni á leik Íslands og Þýskalands olli misskilningi – „Hvers vegna eru fílar bannaðir á Íslandi?“

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 10. september 2021 11:30

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Reddit-þræðinum r/Iceland þar sem hægt er að birta færslur um Ísland og það sem gerist hér á landi birtist ansi skondin færsla í gær.

Einn erlendur áhorfandi leiksins klóraði sér í kollinum þegar hann sá fána sem stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, var með. Á fánanum mátti sjá hinn fræga bleika fíl með strik yfir sér sem gefur í skyn að bleikir fílar séu ekki velkomnir.

Skjáskot/Reddit

Áhorfandinn vissi þó ekki að fáninn væri frá forvarnarstarfinu Bleiki fílinn sem stofnað var í Vestmannaeyjum í kringum Þjóðhátíð 2012. Hann hélt að fáninn væri til að vekja athygli á því að fílar væru bannaðir á Íslandi. „Hvers vegna eru fílar bannaðir á Íslandi?,“ spurði notandinn.

Fílar hafa líklegast aldrei stigið fót á Íslandi nema um sé að ræða FÍL, Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks, eða málmfílinn sem var til sölu í Costco og stendur nú í vatninu í Húsdýragarðinum.

Færslan vakti mikla athygli og voru Íslendingar ekki lengi að svara manninum sem var svo undrandi yfir fánanum. „Þetta er lítið land. Það er einfaldlega ekki pláss,“ og „Það eru ekki fílar sem eru bannaðir. Bara bleikir fílar. Það er vegna þess að þeir stangast á við þjóðlega fagurfræði,“ voru meðal útskýringa sem Íslendingar létu manninn fá áður en honum var svarað með réttri ástæðu.

Fílar eru í útrýmingarhættu og ekki má flytja þá hingað til lands samkvæmt lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár

Starfsemi gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu gæti stöðvast í allt að heilt ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“

Sigurður G. tjáir sig um kærurnar – „Kannski vill lögreglan gera húsleit“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag

14 ára sögu Harmageddon á Xinu 97.7 lýkur í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur

„Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ – Samherjamenn töluðu frjálslega um mútugreiðslur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“