fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Fréttir

Kári telur sig vita hvernig skal tækla faraldurinn núna – Vill takmarka frelsi þeirra sem hafna bólusetningu

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 18:21

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur sig vita hvaða aðgerðir þarf að fara í til að ná tökum á faraldrinum. Hann ræðir þetta í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.

„Það er erfitt að vera sóttvarnaryfirvald á Íslandi akkúrat núna eins og það var auðvelt handhöfum embættisins frá byrjun faraldursins og fram til dagsins í dag. Það tók erfiðar ákvarðanir með bros á vör og byggði þær á þekkingu, skilningi og væntumþykju. Og ríkisstjórnin og þjóðin treystu yfirvaldinu og fóru að ráðum þess í einu og öllu,“ segir Kári en telur að á þeim stað sem við erum nú á þurfi æðruleysi til að sætta sig við ástandið.

Hann segir að bólusetningin veiti góða vörn gegn veikindum ef menn skyldu sýkjast en minni vörn gegn smiti en vonast var til. Hann segir að það þurfi að reikna með því að hver bylgjan á fætur annarri muni ganga yfir þjóðina þar til við náum hjarðónæmi.

„Þar af leiðandi er eitt af verkefnum sóttvarnaryfirvalda að sjá til þess að engin af þessum bylgjum verði svo stór að hún sligi heilbrigðiskerfið (Landspítalann) og/eða atvinnuvegi þjóðarinnar. Því harðari sem aðgerðirnar eru sem við notum til þess að hemja bylgjurnar þeim mun lengri tími mun líða þangað til við höfum náð hjarðónæmi,“ segir Kári.

Hann segir að sligun heilbrigðiskerfisins sé afstætt hugtak en bendir á að í faraldri sem þessum ætlumst við til þess að allir í kerfinu séu reiðubúnir til að leggja töluvert á sig. Þá þarf samfélagið í heild sinni að vera reiðubúið til þess að leggja sitt að mörkum til heilbrigðiskerfisins.

Aðgerðirnar sem hann vill ráðast í

„1. Bæta við annarri gjörgæsludeild við Landspítalann, 2. Hefja bólusetningarherferð: bæta skammti við Janssen, hefja bólusetningu barna, þriðja skammt handa fólki með alvarlega sjúkdóma og öldruðum. Takmarka að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu til umgengni við aðra í samfélaginu. 3. Skima alla íbúa landsins þegar þeir koma frá útlöndum án tillits til bólusetningar vegna þess að raðgreiningarniðurstöður benda til þess að það sé stöðugt flæði veirunnar inn í landið,“ segir hann.

Hann segir að það þurfi að fylgjast grannt með ferðum veirunnar um samfélagið, sjúkdómum sem hún veldur og hvernig heilbrigðiskerfinu gengur að sinna þeim sem þurfa á aðstoð þess að halda.

Ekki réttlætanlegt að herða aðgerðir frekar

„Fyrir bólusetningu var nokkuð ljóst hvað við áttum að gera til þess að takmarka útbreiðslu veirunnar, minnka umgengni einstaklinga við aðra meðlimi dýrategundarinnar og einangra sérstaklega þá sem eru veikir fyrir vegna aldurs og sjúkdóma. Þess utan var sjálfsagt að nota alls konar aðferðir til þess að takmarka líkur á því að fólk flytti veiruna með sér frá útlöndum,“ segir Kári og honum finnst það ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag.

Það er vegna þess að nú er meirihluti þjóðarinnar vel varinn gegn Covid-19 og líklegt er að núverandi ástand vari í allt að tvö ár. Það er ekki hægt að halda niðri í sér andanum þar til veiran er farin á brott.

„Þetta er ástand sem kallar á vilja, getu og kjark til þess að horfast í augu við veiruna án þess að depla auga. Stundum er ekkert hvorki erfiðara né skynsamlegra en að láta hendur hvíla í skauti sér. Nú erum við í ástandi sem kallar á æðruleysi,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin

Bjartsýnir stjórnmálamenn vilja byggja flugvöll á virku gossvæði – Fræðimenn setja spurningarmerki við áformin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla

Fordæmir viðbrögð Kópavogsbæjar eftir að brotið var kynferðislega á dóttur hennar í Snælandsskóla
Fréttir
Í gær

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum

Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans – Tekist á um hæð trjánna á tveimur dómsstigum
Fréttir
Í gær

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð
Fréttir
Í gær

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki
Fréttir
Í gær

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut

Þurfa nauðsynlega að ná tali af tveimur ökumönnum vegna banaslyssins á Sæbraut
Fréttir
Í gær

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“

Ragnar Þór sakar Seðlabankann um hræsni og gerir sláandi samanburð – „Þetta er auðvitað allt okkur að kenna“
Fréttir
Í gær

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega

Viðkvæmar upplýsingar úr sjúkraskrá afhentar ólöglega