fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vísar fullyrðingum Samherjamanna um að þeir séu ósnertanlegir til föðurhúsanna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martha Imalwa, saksóknari í Namibíu sem fer með Samherjamálið, segir Samherjamennina Aðalstein Helgason, Ingvar Júlíusson og Egil Helga Árnason telja sig ósnertanlega. Í ítarlegri eiðsvarinni yfirlýsingu sem telur 70 blaðsíður sem Imalwa hefur lagt fram í málinu sem svar við málsvörn Samherjamanna segir hún þessa trú þeirra á sandi byggða.

Sex fyrirtæki Samherja í Namibíu eru meðal sakborninga í málinu. Þau eru Esja Holding ltd., Mermaria seafood Namibía ltd., Saga seafoodseafood ltd., Heinaste investment Namibía ltd., Saga investment ltd. og Esja investment ltd.

Samkvæmt yfirlýsingu Imalwa voru gefnar út handtökuskipanir á hendur Ingvari, Agli og Aðalsteini þann 29. apríl síðast liðinn. En Aðalsteinn Helgason er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Samherja, Ingvar Júlísson er fjármálastjóri Samherja á Kýpur og Egill Helgi Árnason var framkvæmdastjóri Namibíustarfsemi Samherja.

Samhliða handtökuskipununum var óskað eftir samstarfi íslenskra yfirvalda sem leiddi til þess að íslensk stjórnvöld sendu út dulkóðaðan harðan disk sem inniheldur tölvupósta sem fengust af netþjónum Samherja hér í landi.

Í málsvörn Samherja er því haldið fram að ekki sé hægt að sækja íslenska stjórnendur fyrirtækjanna sex sem um ræðir í málinu til saka vegna þess að íslensk yfirvöld muni aldrei fallast á framsalsbeiðni íslenskra ríkisborgara. Imalwa bendir á að þessi trú Samherjamanna sé ekki á rökum reist enda sé ótímabært að fullyrða eitt né neitt um framsal þar sem engin formlega framsalsbeiðni hafi verið lögð fram.

Eins haldi þeir því fram að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna að til standi að ákæra þá fyrir saknæma háttsemi og að ekki hafi verið sannað að rökstuddur grunur leiki á eignir og rekstur fyrirtækjanna verði haldlagður. Þessu hafnar Imalwa og segir þessar fullyrðingar villandi.

Bendir Imalwa á að minnst einn þremenninganna verði persónulega ákærður í málinu, líkt og handtökuskipanirnar sem gefnar voru út í apríl renni stoðum undir. Yfirgnæfandi líkur séu á því að ákærur verði gefnar út í málinu. Þó svo þremenningarnir séu ekki staddir í Namibíu komi það ekki í veg fyrir að úrræðum verði beitt til að sækja þá til saka.

Imalwa hafnar einnig meiningum Samherjamanna um að engar sannanir liggi fyrir í málinu sem bendi til þess að Samherji hafi auðgast á meintum mútugreiðslum. Þvert á móti hafi mútugreiðslur og spilling tryggt þeim aðgang að kvóta sem þeir hefðu annars ekki haft. Eins er því hafnað að rekstur fyrirtækjanna sex í Namibíu sé alfarið aðskilinn rekstri Samherja á Íslandi .

Imalwa færir svo rök fyrir því í yfirlýsingunni að þremenningarnir hafi vel vitað um meintar mútugreiðslur og vísar því til stuðnings í tölvupóstsamskipti þar sem undir rós er rætt um greiðslurnar. Í einum tölvupósti komi jafnvel með beinum hætti fram að til standi að múta.

Í desember 2011 hafi Aðalsteinn til að mynda sent tölvupóst til bæði Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara og Ingvars Júlíussonar þar sem segir „Góðan daginn, á einhverjum tímapunkti gæti það haft áhrif að múta einum af leiðtogum þessara manna.“

Samherjamenn hafa einnig haldið því fram að Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari Samherjamálsins, muni ekki koma til Namibíu til að bera vitni. Jóhannes Stefánsson ítrekaði þó nýlega að hann sé tilbúinn að koma til Namibíu til að bera vitni. Hann. muni njóta aðstoðar lífvarða á eigin vegum ef namibísk stjórnvöld verði honum ekki út um vernd.

Heimild: Namibian Sun

Bæði Helgi Seljan, fjölmiðlamaður sem átti stóran hlut í uppljóstrun um meinta háttsemi Samherja í Namibíu, sem og uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson hafa deilt frétt the Namibian á Twitter.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“