fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Helgi Jean vísar ásökunum reiða rafvirkjans á bug: Rauk á dyr og hraunaði yfir hann – „Svo verður hann brjálaður og fer að senda mér skilaboð“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 20:00

Helgi Jean og „kakókastalinn“ - Mynd af Helga: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færsla sem íslenskur rafvirki birti á Facebook hefur vakið mikla athygli undanfarinn sólarhring. Í færslunni sakar rafvirkinn hlaðvarpsstjórnandann Helga Jean Claessen um að hafa leikið sig grátt. Rafvirkinn segir að Helgi skuldi sér nokkrar milljónir fyrir vinnuna sína en hann vann við að snjallvæða hús Helga, hinn svokallaða „kakókastala“.

„Hugsið ykkur að hafa lagt líf sitt og limi að veði fyrir útópískt verkefni sem Helgi gortir sig af við hvert tækifæri sem honum býðst en sér ekki sóma sinn í því að borga margniðursettan reikning en þess í stað horfa á manninn sem þetta stórvirki vann honum til handa enda gjaldþrota og án þess að ýkja mikið allslausan og hundsvekktan,“ segir rafvirkinn í færslunni. „Það má vera að maðurinn sé hinn skemmtilegasti – en ég vona að þetta varpi því ljósi á hann sem þið sem hlustið á hann viku eftir viku og dáist að drengnum góða.“

Mætti illa, var erfiður og verkið gekk hægt

DV ræddi við Helga um málið en hann segir að skrif rafvirkjans séu bull. „Ég er búinn að vera með þennan rafvirkja síðan við byrjuðum með húsið. Svo byrjaði hann bara að mæta mjög illa og datt meðal annars bara alveg út,“ segir Helgi og fer svo yfir það hvað gerðist. Þegar rafvirkinn sem um ræðir datt út fékk Helgi annan rafvirkja inn til að setja upp ljósin og annað. Þá átti eftir að snjallvæða húsið og rafvirkinn sem skrifar færsluna var góður í því, Helgi hafði því aftur samband við hann og fékk hann til að klára það verk.

„Ég vissi ekki alveg með hann, hann hafði dottið út, verið erfiður en hann hafði verið í þessu frá upphafi þannig ég fékk hann til að vera áfram. Hann segir þá að ég verði að borga honum fyrirfram og ég byrja þá að borga honum pening fyrirfram. Svo gerist það að hann náttúrulega mætir ekki og er ekki að sinna þessu eins og hann átti að gera. Hann er að mæta svona annað slagið og kemur svona við og við eitthvað inn og ég svona er bara með ákveðna þolinmæði í þessu. Svo gengur þetta bara alveg rosalega hægt og hann biður mig um að leggja meiri pening inn á sig, það verður svo aðeins meira og aðeins meira.“

Rauk á dyr og hraunaði yfir hann

Helgi segir að þegar þangað var komið hafi rafvirkinn nánast gefist upp á verkefninu. „Hann spurði hvað hann skuldaði mér mikið, vildi borga sig frá þessu því hann hafði ekki tök á því að sinna þessu. „Ég segi bara: „Okei, það skiptir engu máli, við skulum bara fá nýjan í þetta, þú þarft ekkert að borga mér“. Því hann var búinn að vinna lengi og það var bara vesen að vera með gæja sem mætir svona illa.“

Eftir það skiptir rafvirkinn um skoðun og segist vilja klára verkefnið. „Svo byrjar bara sama sagan. Hann sendi: „þú átt svo mikið inni hjá mér“, „takk fyrir þolinmæðina“, allt þetta dót. Nema svo þegar hann loksins mætir hingað í maí og ætlar að klára þetta dæmi þá allt í einu kemur hann bara og snappar,“ segir Helgi.

„Hann kom hingað en á öðrum degi rauk hann á dyr, bara fór út og ég vissi ekki neitt. Svo verður hann brjálaður og fer að senda mér skilaboð, að þetta sé allt ömurlegt og glatað. Hann fer bara að hrauna yfir mig, bara í einn og hálfan sólarhring fer hann að senda á mig skilaboð, lendir í einhverri maníu.“

„Svo kom bara reikningur upp á 5 milljónir“

Helgi segir að þetta sé það sem rafvirkinn sem um ræðir gerir. „Hann á bara þetta mynstur, hann safnar upp í einhverja skuld á fólk og svo tryllist hann. Fyrst segir hann að ég skuldi sér, svo hættir hann við og segir að hann hafi bara unnið launalaust, hann talaði alltaf um launalaust, ég var búinn að borga honum rúmlega milljón. Hann segir mér að hafa engar áhyggjur og að ég skuldi honum ekki neitt,“ segir hann.

„Svo allt í einu tekur hann sig aftur til og rýkur í gang, segir að hann ætli að senda þetta á alla fjölmiðla. Hann segir að ef ég borga honum ekki milljón innan klukkustundar þá fari þetta á alla fjölmiðla. Svo gerist ekkert fyrr en hann allt í einu sendir reikning upp á 5 milljónir, segir að það sé það sem ég skulda honum. Ég náttúrulega hafði ekkert getað komið neinu tali að honum, hann hafði bara rokið út, byrjað að hrauna yfir mig og svo kom bara reikningur upp á 5 milljónir.“

Helgi segir að það sé alls ekki það sem þeir höfðu talað um. „Hann var nýbúinn að senda á mig um að borga sig út úr samstarfinu af því ég hafði borgað honum fyrirfram,“ segir Helgi, rafvirkinn hafi farið frá því að segja að hann skuldi Helga í að Helgi skuldi honum þessar 5 milljónir.

Rúmlega 340 þúsund krónur en samt á byrjunarreit

Í færslu rafvirkjans segist hann hafa eytt gífurlegum tíma í verkefnið og að Helgi skuldi honum peninginn fyrir þann tíma. Í skilaboðum sem rafvirkinn sendi á Helga segist hann hafa unnið í fjölmarga tíma, meðal annars í janúar en þá var Helgi ekki í húsinu sjálfur. „Ég var erlendis frá 5. janúar og ekkert unnið í húsinu þann tíma – en þar skráði hann samt 127 tíma,“ segir Helgi sem hélt utan um tímana sem rafvirkinn var hjá honum.

Þegar tímaskráning Helga er borin saman við tímana sem rafvirkinn vill meina að hann hafi unnið má sjá mikinn mun. Málinu er ekki lokið en rafvirkinn hefur til að mynda hótað því að fara í mál við Helga. Helgi hefur þó litlar áhyggjur af því og segist vera allur af vilja gerður til að borga ef það er eitthvað sem á eftir að borga fyrir eitthvað sem hann hefur fengið.

Helgi fékk nýja aðila til að klára verkefni rafvirkjans en þá þurfti að byrja frá grunni. „Það lítur út fyrir að það muni kosta allt saman 150-200 þúsund í heildina hjá nýja aðilanum. En það var eftir að ég borgaði honum rúmlega 340.000 krónur og var samt á byrjunarreit.“

Hér fyrir neðan má sjá færslu rafvirkjans í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi