fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 11:07

Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins og jafnframt aðalritstjóri útgáfufélagsins Torgs ehf sem rekur, auk Fréttablaðsins, DV, Markaðinn og sjónvarpsstöðina Hringbraut. Sigmundur Ernir tekur við starfinu í dag af Jóni Þórissyni sem ritstýrt hefur blaðinu frá haustinu 2019. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi Torgs sem er nýlokið.

Fram kom að Jón hyggist snúa sér að öðrum verkefnum en hann er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands. Jón mun ekki hverfa alveg frá fyrirtækinu því hann hefur verið varamaður í stjórn félagsins og mun sinna því hlutverki áfram..

„Þetta er spennandi áskorun og ég þakka traustið sem mér er sýnt,“ er haft eftir Sigmund Erni í tilkynningu til starfsmanna. „Mitt verkefni verður að efla fréttaþjónustu og dagskrárgerð, hámarka samlegðaráhrif þeirra ólíku miðla sem útgáfufyrirtækið Torg rekur og gera þá að skemmtilegum og eftirsóknarverðum vinnustað.“

Sigmundur Ernir er á meðal reynslumestu fjölmiðlamanna landsins, en hann hóf blaðamennsku á síðdegisblaðinu Vísi fyrir réttum 40 árum. Þaðan lá leiðin á Helgarpóstinn og síðar á Ríkissjónvarpið, en eftir stofnun Stöðvar 2 haustið 1986 varð hann landskunnur fréttaþulur í sjónvarpi um langt árabil. Hann varð ritstjóri DV 2001, fréttaritstjóri Fréttablaðsins 2004, fréttastjóri Stöðvar 2 2005 og settist svo á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Norðausturkjördæmi frá 2009 til 2013. Að afloknum þingstörfum tók hann loks þátt í stofnun og stjórnun sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar sem varð hluti af útgáfufélaginu Torgi snemma á síðasta ári. Þar að auki er Sigmundur Ernir kunnur af ritverkum sínum, en eftir hann liggur á þriðja tug bóka.

„Þetta hefur verið viðburðarríkur tími og ákaflega skemmtilegur. Hér hef ég kynnst góðu fólki sem ég lít á sem vini mína og saman höfum við komið ýmsu í verk. Ég tók lagapróf fremur seint á ævinni og það stóð aldrei til að staldra lengi við. Nú finnst mér tímabært að leita á önnur mið,“ segir Jón Þórisson.

„Það er mikill söknuður af Jóni Þórissyni og vil ég þakka honum vel unnin störf og óska honum alls hins besta á nýjum vettvangi. Að sama skapi eru spennandi tímar framundan með nýjan mann í hlutverki aðalristjóra. Sigmundur Ernir hefur verið farsæll í störfum sínum á íslenskum fjölmiðlum og mun án efa setja sinn blæ á miðla Torgs í framtíðinni, segir Björn Víglundsson, forstjóri Torgs, útgefanda miðlanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus