fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fréttir

Sala nýrra fólksbíla í júlí jókst um 16,9%

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 09:13

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala nýrra fólksbíla í júlí jókst um 16,9% miðað við júlí fyrra, en alls voru skráðir 1.730 nýir fólksbílar nú en í júlí 2020 voru 1.480 nýir fólksbílar skráðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu.

Í heildina eftir fyrstu sjö mánuði ársins hefur salan aukist um 37% miðað við sama tímabil í fyrra. Í ár hafa selst 7.770 nýir fólksbílar samanborið við 5.673 nýja fólksbíla í fyrra. 

Til einstaklinga seldust 499 nýir fólksbílar í júlí saman borið við 524 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í sölu til einstaklinga 4,8% milli ára í Júlí. Það sem af er ári hafa selst 3.206 nýir fólksbílar til einstaklinga en í fyrra á sama tíma var búið að selja 2.966 nýja fólksbíla sem þýðir aukningu í sölu til einstaklinga upp á 8,1% það sem af er ári. 

Almenn fyrirtæki (önnur en ökutækjaleigur) keyptu 119 nýja fólksbíla í júlí í ár miðað við að hafa keypt 184 bíla í júlí í fyrra. Það sem af er ári hafa selst 1.097 nýir fólksbílar til almennra fyrirtækja en í fyrra á sama tíma voru seldir 1.027 nýir fólksbílar og er því aukning milli ára 6,8%.

Sala til ökutækjaleiga heldur áfram að aukast sé horft til síðastliðins árs og seldust 1.095 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 723 á sama tíma í fyrra en það er aukning upp á 51,5 % miðað við júlí 2020. Það sem af er ári hafa verið skráðir 3.386 nýir fólksbílar í ökutækjaleigu samanborið við 1.585 bíla í fyrra og er því aukning í sölu fólksbíla til ökutækjaleiga tæplega 114%.

Nýorkubílar (rafmagns, tengiltvinn, hybrid, metan) eru 65,5 % allra seldra nýrra fólksbíla á árinu en hlutfall nýorkubíla heldur áfram að aukast jafnt og þétt enda er vöruúrval stöðugt að aukast með fleiri valkostum (rafmagn 19,2%, tengiltvinn 24,4% og hybrid 22%) en þetta hlutfall var í heildina 51,4% á sama tíma á síðasta ári. 

Í júlí var Toyota mest selda tegundin með 360 selda fólksbíla, þar á eftir kemur Kia með 331 selda fólksbíla og þriðja mest selda tegundin í júlí var Hyundai með 193 fólksbíla skráða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“