fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Tekjublað DV – Ríkisniðurgreidd dúndurlaun – Forstjórar með starfsmenn á hlutabótaleiðinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. ágúst 2021 21:45

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt efnahagslíf á Íslandi og annars staðar í heiminum lamaðist nánast þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Erfitt var að halda uppi rekstri fyrirtækja þegar fólk var hvatt til þess að halda sig heima og því kynntu stjórnvöld til leiks hlutabótaleiðina.

Með henni greiddi ríkið einhvern hluta launa starfsmanna hjá fyrirtækjum og auðveldaði með því róðurinn í gegnum þessa fordæmalausu tíma. Öll fyrirtæki gátu nýtt sér leiðina og þótti það afar umdeilt þegar fyrirtæki sem nýlega greiddu marga milljarði í arð til eigenda þurftu allt í einu ríkisstyrk til að halda starfseminni gangandi.

Faraldurinn virðist ekki hafa haft áhrif á laun forstjóra einhverra fyrirtækja og héldu sumir sínum milljónum á meðan aðrir starfsmenn fengu greitt frá ríkinu í gegnum hlutabótaleiðina. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um það.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og formaður Samtaka Ferðaþjónustunnar – 18.571.052 kr

Bláa lónið greiddi eigendum rúmlega 12,3 milljarða á árunum 2012-2019. Hæsta greiðslan var árið 2019 þegar fyrirtækið greiddi ræuman 4,1 milljarð til eigenda samkvæmt grein úr Stundinni.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group – 4.404.423 kr

Icelandair fékk greidda 3,6 milljarði í gegnum hlutabótaleiðina samkvæmt umfjöllun Kveiks frá því í febrúar á þessu ári.

Bogi Nils Bogason. Skjáskot RÚV.

Erna Gísladóttir, forstjóri BL ehf. – 3.957.135 kr

Erna Gísladóttir, forstjóri BL. Mynd/GVA

Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar – 3.745.725 kr

Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar mynd/Stefán

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs – 3.669.089 kr

Skeljungur ákvað þó að endurgreiða upphæðina sem félagi fékk í gegnum hlutabótaleiðina en það kom upp að aðeins sex dögum áður en starfsmenn voru settir á hlutabótaleiðina hafði félagið greitt út 600 milljónir í arð.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs Mynd/Ernir

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýn hf. – 3.612.967 kr

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk