fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Bandaríkjamenn láta bólusetja sig á laun – Óttast viðbrögð ættingja og vina sem eru á móti bóluefnum

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 16:00

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um bóluefni, gagnsemi þeirra, öryggi og tilgang ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum undanfarin misseri. Hér á Íslandi hefur þó minna farið fyrir andstæðingum þeirra, enda um 90% þeirra sem á að bólusetja samkvæmt skilgreiningu heilbrigðisyfirvalda, þegar bólusettir. Annað er uppi á teningnum í Bandaríkjunum, en þar hefur þessi spurning svo gott sem klofið þjóðina.

CNN sagði frá því í vikunni, að hinar miklu deilur um bólusetningar hafi nú valdið því að fólk láti bólusetja sig á laun og hefur eftir Priscilla Frase, lækni í Missouri, að fólkið hafi jafnvel upplifað eitthvað fyrir sig sem fékk það yfir á aðra skoðun en fjölskyldumeðlimir þeirra. „Það skoðaði málið sjálft, talaði við fólk á eigin forsendum og komst að eigin niðurstöðu,“ sagði læknirinn við Anderson Cooper, blaðamann CNN.

Þá lýsir hún því að fólk hafi komið í bólusetningamiðstöðvar í dulargervi og gengið svo langt að grátbiðja starfsfólk þar um að þegja yfir ráðabrugginu. „Gerðu það, gerðu það, gerðu það, ekki segja neinum að ég hafi verið bólusett/ur.“ Þá segir hún heilbrigðisstarfsfólk gera sitt besta til að bregðast við óskum um leynd eða næði þegar kemur að bólusetningum. Hafa bólusetningar meðal annars verið framkvæmdar úti á bílastæðum sjúkrahúsa eða í gegnum bílalúgu.

Aðeins 41% íbúa Missouri eru fullbólusett en þar geisar nú mikil aukning í smittilfellum vegna Delta afbrigðisins svokallaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“