fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

„Látum þessa veiru ekki eyðileggja fleiri verslunarmannahelgar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 31. júlí 2021 11:40

Mynd frá Þjóðhátíð í Eyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Delta-afbrigði kórónuveirunnar virðist ekki ætla að valda tíðum, alvarlegum veikindum, þrátt fyrir gífurlegan fjölda covid-smita á meðal fullbólusettra. Þetta liggur þó ekki fyrir, lengri tíma þarf til að reynslan skili þeirri niðurstöðu staðfestri. En sú umræða er orðin hávær að ef þetta verði raunin þá þurfi að nálgast sóttvarnir með allt öðrum hætti en hingað til í faraldrinum.

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, fer yfir málið í leiðara blaðsins í dag. Hann segir:

„Þær mega muna sinn fífil fegri verslunarmannahelgarnar. Árans veiran hefur svipt landsmenn þeirri hefð að safnast saman og fagna. Sumum er líklega sama en hátíðahöld víða um land á verslunarmannahelgi hafa haft mikla þýðingu fyrir tekjuöflun hvort tveggja fyrirtækja og félagasamtaka.

Líklega fara Vestmannaeyingar verst út úr messufallinu nú. Þar snýst allt sumarið um eins konar lokapunkt á sumarvertíðinni, Þjóðhátíð í Herjólfsdal.En það verður ekki á þessa veiru logið að lævís er hún og lipur og virðist ekki kunna að skammast sín og hunskast brott þrátt fyrir allar bólusetningarnar.“

Jón vitnar síðan í nýlegt viðtal við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem meginkjarninn er sá að ef sú verður raunin að mjög lágt hlutfall smitaðra veikist alvarlegra þurfi að láta af fyrri nálgun varðandi sóttvarnatakmarkanir og veita fólki miklu fleira frelsi. Kári segir í viðtalinu:

„Til dæmis með því að beita ekki sams ­konar sótt­varna­að­gerðum eins og við höfum gert. Leyfa fólki meira frelsi. Leggja okkur fram við að verja elli­heimili og þá staði þar sem fólk með undir­liggjandi sjúk­dóma er og svo framvegis. Því að það er ó­mögu­legt að segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og við megum ekki beita þeim að­ferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta haldið á­fram að lifa í þessu landi.“

Jón tekur undir með Kára og segir að við getum ekki búið við linnulitlar takmarkanir. Hann bendir á að á þeim dögum sem liðnir eru frá því viðtalið birtist við Kára hafi sjúkrahúsinnlögnum vegna Covid-19 fjölgað sáralítið. Ekki skuli þó gert lítið úr veikindum þeirra sem liggja á sjúkrahúsi með sjúkdóminn. Þá segir Jón:

„Baráttan við faraldurinn hefur breyst og þurft hefur að taka hann breyttum tökum eftir því sem baráttunni hefur undið fram. Það er magnað vísindaafrek að hafa náð að koma bóluefnum í almenna dreifingu á innan við þremur misserum.

Það voru vissulega sár vonbrigði að bólusetningin skyldi ekki veita traustari vörn, en samt breyta þau gangi leiksins að mun.Um það segir Kári í áðurnefndu viðtali að markmiðið með bólu­setningum hafi í raun verið þrí­þætt.“

Bóluefnin breyta gangi leiksins að mati bæði Kára og Jóns, þrátt fyrir smittíðnina. Jón segir í lok leiðarans:

„Í annað árið í röð verður fámenni á tjaldsvæðum landsins um verslunarmannahelgi. Látum þessa veiru ekki eyðileggja fleiri verslunarmannahelgar. Þetta verður í síðara og lokasinnið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“