fbpx
Laugardagur 23.október 2021
Fréttir

Covid smitaður Ólympíufari segir aðstæður hörmulegar í farsóttahúsi í Japan – Lýsir sama aðbúnaði og í sóttvarnarhúsum á Íslandi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 31. júlí 2021 18:00

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenskur hjólabrettakappi og Ólympíufari sem greindist með Covid-19 og var fluttur í einangrunarvist í farsóttahús lýsir aðstæðum þar sem „ómanneskjulegum.“

Hin 31 árs gamla Candy Jacobs segist ekki hafa fundið fyrir neinum einkennum, en var engu að síður flutt úr Ólympíuþorpinu í Tókýó og flutt í farsóttahús á vegum þarlendra yfirvalda.

Við tók sjö daga einangrunarvist þar sem hún fékk ekki að fara undir beran himin, og fékk ekkert ferskt loft. Raunar segir hún að hún hafi ekki fengið að fá ferskt loft fyrr en á sjöunda degi, eftir að hún neitaði að færa sig um set. „Ég þurfti að fara í verkfall til þess að fá ferskt loft,“ segir hún í samtali við bandaríska fjölmiðilinn The Hill.

„Að hafa ekki aðgang að fersku lofti er ómanneskjulegt,“ sagði hún í myndbandi sem hún birtir á Instagram reikningi sínum sem síðar var fjarlægt. „Þetta sogar úr manni andlega orku. Þetta er klárlega meira en maður þolir,“ sagði hún enn fremur. Tók hún fram að glugginn í hótelherberginu opnast lítið sem ekki neitt.

150 manns Ólympíufarar hafa nú greinst með Covid-19, að því er segir á vef The Hill.

Athygli vekur að aðstæðurnar sem hún lýsa eru þær sömu og voru upphaflega á Fosshótel Reykjavík en til skamms tíma nauðungarvistuðu íslensk stjórnvöld ferðamenn frá tilteknum löndum þar. Var fólk vistað í herbergjum þar sem gluggar voru ekki opnanlegir, og fólk fékk ekki að fara út nema nokkrum sinnum á meðan dvöl þeirra stóð. Því gátu dagar liðið á milli þess sem fólk fékk ferskt loft. Reynt var að koma til móts við það, en þær tilraunir höfðu ekki verið kláraðar þegar reglugerð sem heimilaði nauðungarvistunina rann út.

Candy sýndi frá visst sinni á Instagram reikningi sínum, og bað nágranna sína á hæðinni fyrir neðan hana fyrirfram afsökunar. Færsluna má sjá hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Candy Jacobs (@candy_jacobs)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikill hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi

Mikill hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“

Hilmar segir Nocco ekki vera íþróttadrykk – „Hættið að vera lélegar manneskjur með því að sannfæra börn um að óhófleg koffínneysla sé í lagi“