fbpx
Laugardagur 25.september 2021
Fréttir

Barnsmóðir Julian Assange stödd á Íslandi – Sendir mikilvæg skilaboð til Katrínar Jakobsdóttur og þjóðarinnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. júlí 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stella Morris, unnusta Julian Assange stofnanda Wikileaks, er stödd á Íslandi. Í tíu ár hefur hún barist fyrir frelsi Assange sem í dag situr í öryggisfangelsi í Bretlandi og verst tilraunum alríkisstjórnar Bandaríkjanna til að fá hann framseldan.

Tilgangurinn með heimsókn Morris til landsins er að biðla til íslenskra stjórnvalda að beita sér í frelsun hans. Í viðtali við blaðamanninn Bjartmar Odd Þey Alexandersson sem birtist í nýjasta tölublaði Stundarinnar lýsir hún því hversu mikil áhrifa baráttan hafi haft á hana og fjölskylduna.

„Þetta hefur í raun og veru yfirtekið líf mitt. Ég gerði mér grein fyrir því frá byrjun að baráttan væri mjög hættuleg. Það voru mjög myrk öfl sem vildu setja hann í fangelsi til að þagga niður í honum og berjast gegn því sem Julian var að berjast fyrir.“

Morris er fædd og uppalin í Suður-Afríku og ólst upp við það að foreldrar hennar börðust gegn hinni grimmilegu aðskilnaðarstefnu sem þar var við lýði. Baráttan fyrir mannréttindum er henni því í blóð borin.

„Julian hefur reitt marga til reiði, ekki bara hernaðaryfirvöld og njósnastofnanir í Bandaríkjunum, heldur einnig bankana, stóru lyfjafyrirtækin og svo framvegis. Svo það eru mjög sterk öfl sem vilja þagga niður í Julian,“ segir Morris.

Að hennar sögn skiptir barátta Julian fyrir frelsi sínu og mannréttindum okkur öll máli. „Ef við töpum þessum slag þá töpum við frelsi okkar, við töpum lýðræðinu okkar og við töpum rétti okkar á að vita hvað er að gerast í samfélaginu. Þetta er í raun einn stærsti slagur heimsins. Það er svo margt sem hverfist í þessum slag og hann verður að vinna, því ef Julian tapar þessum slag, þá töpum við öll.“

Hún og Assange eiga tvo syni saman, þá Max og Gabriel sem eru fjögurra og tveggja ára gamlir. Þeir hafa aðeins fengið að heimsækja föður sinn í fangelsi og lýsir Morris því að það sé erfitt að lýsa stöðu Assange fyrir drengjunum, sérstaklega Max sem er aðeins farinn að átta sig á stöðunni.

„Ég hef sagt honum að pabbi þeirra sé hetja og ég, ásamt milljónum annarra einstaklinga um allan heim, séum að berjast fyrir því að hann geti komið heim. Ég hef viljað að þeir sjái allan þann stuðning sem við erum að fá.“

Eins og áður segir er Morris hér á landi til þess að freista þess að ná eyrum íslenskra ráðamanna og þá sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún er með mikilvæg skilaboð til hennar og allra Íslendinga.

„Ég vil biðja alla Íslendinga að aðstoða mig við að frelsa hann, þetta er eitt mikilvægasta mál okkar tíma og frelsi hans er nauðsynlegt fyrir frelsi okkar allra. Einnig vil ég biðja Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að hafa persónulega afskipti af málinu og biðla til ríkisstjórnar Bandaríkjanna að fella niður þetta mál gegn Julian.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhanni var skipað að skilja 3 mánaða son sinn eftir fyrir utan kjörklefann – „Spes vinnubrögð“

Jóhanni var skipað að skilja 3 mánaða son sinn eftir fyrir utan kjörklefann – „Spes vinnubrögð“
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr birtir furðulegasta bréf sem hann hefur séð – „Hann hefði alveg orðið fjúkandi illur hefði hann séð þetta“

Jón Gnarr birtir furðulegasta bréf sem hann hefur séð – „Hann hefði alveg orðið fjúkandi illur hefði hann séð þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fanga hafa meiri rétt en fósturbörn á Íslandi – „Og öllum þeim sem geta gert eitthvað í þessu er slétt sama“

Lögmaður segir fanga hafa meiri rétt en fósturbörn á Íslandi – „Og öllum þeim sem geta gert eitthvað í þessu er slétt sama“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður RÚV féll í yfirlið í upptöku á kosningaþætti – Gúndi kom til hjálpar

Starfsmaður RÚV féll í yfirlið í upptöku á kosningaþætti – Gúndi kom til hjálpar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk þingflokka áreitt með dularfullum símtölum um miðjar nætur – „Skynjum að einhver sé búinn að targeta heimilið“

Starfsfólk þingflokka áreitt með dularfullum símtölum um miðjar nætur – „Skynjum að einhver sé búinn að targeta heimilið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsókn berst liðsstyrkur úr óvæntri átt korter í kosningar – „Svona gera alvöru stjórnmálamenn!“

Framsókn berst liðsstyrkur úr óvæntri átt korter í kosningar – „Svona gera alvöru stjórnmálamenn!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“