fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fréttir

Skotið á bifreið – Brotist inn í apótek

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 06:13

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynn um eignaspjöll í Bústaðahverfi. Þar hafði afturrúða í bifreið verið brotin. Talið er að skotið hafi verið í hana með loftbyssu. Klukkan 23 var tilkynnt um innbrot í apótek í Kópavogi. Lyfjum og reiðufé var stolið.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað úr fataverslun í miðborginni. Lögreglumenn þekktu meintan þjóf á upptökum úr eftirlitsmyndavélum og höfðu upp á honum skömmu síðar. Hann var ekki með vörurnar með sér hins vegar smáræði af fíkniefnum sem hald var lagt á.

Eldur kom upp í bifreið á Suðurlandsvegi um klukkan 18. Slökkvilið slökkti hann.

Í Hafnarfirði var utanborðsmótor stolið úr bát sem stóð við siglingaklúbb.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt