fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fréttir

Ógnandi maður vekur áhyggjur í Efra-Breiðholti – „Mjög tæpur og aggressívur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 15:00

Frá Fellahverfi. Mynd tengist frétt ekki. Mynd: Eyþór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Efra-Breiðholti hafa margir miklar áhyggjur af manni sem virðist andlega veikur og sýnir af sér mjög ógnandi hegðun í hverfinu. Þetta kemur fram í umræðum í Facebook-hópi íbúa.

Íbúi sem vekur máls á þessu greinir frá því að maðurinn hafi ráðist á móður hans:

„Eins og ábyggilega margir í Efra-Breiðholti vita er hér maður, fremur hávaxinn, alltaf í bláum jakka, dökkbláum ekki ljósum og gallabuxum,skollitað hár, sem er mjög tæpur og aggresívur, sjálfur hef ég lent nokkrum sinnum í honum í göngutúr með hundana þar sem hann öskrar á mig og segir óviðeigandi hluti og er ógnandi en núna í morgun réðst hann á móður mína við bókasafnið í gerðubergi og það mun ekki viðgangast. Ef einhver hefur upplýsingar um þennan mann má endilega senda mér svo hægt sé að koma þessu máli í réttan farveg og vonandi koma í veg fyrir að fleiri lenda í þessum manni.

Update: Var sjálfur út að ganga þegar ég sé hann labba öskrandi á eftir ömmu með barnabarn að ganga og stig inni og spyr hvað gengi að honum, hann var mjög ógnandi, spurði hvort ég vildi selja sér gras og brast ógnandi við þegar ég neitaði.“

Margir íbúar hafa ritað ummæli undir færslunni og vitna um ógnandi og ofbeldisfulla framkomu mannsins. Er þess óskað að hann fái viðeigandi hjálp en verði tekinn úr umferð á meðan framkoma hans er með þessum hætti. Kona ein segir:

„Sorglegt að hann sé ekki að fá viðeigandi aðstoð því svona á auðvitað ekki að viðgangast. Við sem samfélag hljótum að geta þrýst á borgina að hann fái viðeigandi aðstoð þar sem hann valdi hvorki sjálfum sér eða öðrum skaða.“

Maður einn segir:

„Það er ekki erfitt að sjá að þessi maður á við mikil andleg vandamál að stríða fyrir þá sem hafa hitt hann. Hef hitt hann nokkrum sinnum því hann kemur til mín í vinnuna stundum. Miklar ranghugmyndir og með ógnandi tilburði. Síðast hélt hann að ég væri að selja konuna hans í vændi og var með vandamál útaf því. Mér finnst skrítið að svona veikur maður sé eftirlitslaus.“

Annar íbúi lýsir því hvernig maðurinn hrópar að honum fúkyrði er íbúinn sækir fimm ára son sinn í leikskóla. Kona lýsir því hvernig hún slapp naumlega undan manninum inn í bíl sinn, hann tók í hurðarhúninn og barði í gluggann. Gerðist þetta atvik hjá Breiðholtslaug en starfsfólk þar sagði konunni að maðurinn væri skjólstæðingur borgarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“
Fréttir
Í gær

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Í gær

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“