fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fréttir

Kolbrún hjólar í djammið – „Í ölæði vinnur fólk skemmdarverk og ræðst á náungann“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði pistil um skemmtanalíf Íslendinga sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Síðustu daga hefur djammið verið til mikillar umræðu, og þá sérstaklega opnunar- og lokunartímar þess. Einn hluti þjóðarinnar vill meina að best væri að loka skemmtistöðum fyrr, en annar hluti lítur svo á að fólk eigi rétt á því að djamma fram á rauða nótt.

„Sú hugmynd er furðu útbreidd að sjálfsagt sé að leyfa fólki að veltast um drukkið á skemmtistöðum langt fram á morgun, því það sé hluti af mannréttindum þess.“ segir Kolbrún em telur nokkuð augljóst að lítið gáfulegt gerist á börum og skemmtistöðum eftir að klukkan slær tólf, enda orsaki fleiri drykkir ekki meiri gáfur. Hún minnist á atvik sem var í fjölmiðlum fyrr í sumar, þegar flösku var kastað inn um rúðu á sjúkrabíl, og bendir á að slíkt geti ekki fallist undir eðlilega útrás einstaklingsins.

„Það segir sig sjálft að fátt vitrænt gerist á börum eftir miðnætti enda verður fólk hvorki gáfaðra né skynsamara eftir því sem það drekkur meira. Drukkin manneskja gerir ýmislegt sem hún hefði aldrei látið hvarfla að sér að gera bláedrú. Í ölæði vinnur fólk skemmdarverk og ræðst á náungann. Á dögunum, eftir að Covid-höftum var aflétt um tíma, var flösku hent inn um rúðu á sjúkrabíl. Ekki getur sú gjörð flokkast sem eðlileg útrás einstaklinga sem höfðu ekki fengið djammskammtinn sinn í nokkurn tíma.“

Kolbrún telur að sá sem hafi fengið hugmyndina af því að hafa skemmtistaði opna til fimm hafi ekki haft skemmtanasjónarmið í huga, heldur hafi peningarnir ráðið för.

„Hér er ekki verið að halda fram harðsvíruðum templarasjónarmiðum. Ekkert er að því að skemmtistaðir séu opnir langt fram á kvöld, en hverjum í ósköpunum datt í hug að það væri skynsamlegt að hafa opið þar til hálf fimm að morgni um helgar? Sú hugmynd hlýtur að hafa komið frá einstaklingum sem sáu fram á að geta grætt á tá og fingri fengi fólk að hella sig fullt á skemmtistöðum á þeim tíma sólarhrings sem hollast er að sofa svefni hinna réttlátu.“

Þá víkur Kolbrún sér að skoðanakönnun sem Maskína gerði, og benti til þess að einungis 17.5% landsmanna væru andvíg því að afgreiðslutími skemmtistaða yrði styttur. Hún bendir á að það sé unga fólkið sem vilji helst að skemmtistaðir og barir séu opnir fram á nótt, enda séu það helstu djammarar landsins.

Hún minnir þó á að eldri kynslóðir hafi djammað mikið á sínum tíma. Kolbrún segir að fólk haldi á sínum ungu árum að djammið veiti lífsfyllingu, en átti sig svo á að það sé blekking. Þetta þurfi þó hver og einn að uppgötva sjálfur, og ekki þýði að messa yfir unga fólkinu, en minnir þó á að sumir leiti á djammið um alla ævi.

Í lok pistilsins segir hún ólíklegt að það sé heimsfaraldurinn sem hafi áhrif á niðurstöður könnunirnar, heldur sjá fólk lítið skynsamlegt við það að hafa skemmtistaðina opna fram á rauða nótt, enda sé fólk ekki að þamba mjólk á djamminu.

„Í nýlegri skoðanakönnun Maskínu kemur fram að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur því að afgreiðslutími skemmtistaða sé styttur. 17,5 prósent eru fremur andvíg hugmyndinni eða mjög andvíg, sem er ótrúlega lág tala. Ungt fólk vill svo frekar halda í langan opnunartíma en það eldra.

Unga fólkið vill vera á djamminu. Það er ekkert einkennilegt. Eldri kynslóðir leituðu í djammið á sínum yngri árum og töldu jafnvel að þar væri sanna lífsfyllingu að finna. Það reyndist blekking ein. Það þýðir þó ekkert fyrir eldri kynslóðir að messa yfir þeim yngri að tíminn á djamminu skilji lítið sem ekkert eftir, nema þá timburmenn. Hver og einn þarf að uppgötva þetta fyrir sjálfan sig. Sumir gera það reyndar aldrei og flýja með reglulegu millibili á barinn í leit að félagsskap. Fólk forgangsraðar hlutum misjafnlega og ekki er hægt að ætlast til að allir séu heima hjá sér á kvöldin að lesa bók og hlusta á Mozart – þótt slíkt sé að sönnu vítamínsprauta fyrir sálarlífið.

Stuðning fólks við styttri opnunartíma skemmtistaða í þessari Maskínu-könnun má hugsanlega tengja að hluta til við áhyggjur um að þeir séu smitbæli fyrir Covid. Þetta er þó örugglega ekki öll skýringin. Líklegast er að þeir sem fylgjandi eru styttri opnunartíma skemmtistaða sjái ekki skynsemina í því að hafa þá opna langt fram á morgun. Enda er fólk ekki að drekka mjólk á barnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“
Fréttir
Í gær

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Í gær

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“