fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fréttir

Vill að Þórólfur verði sóttvarnarlæknir í Svíþjóð – Hefur þrjá mánuði til að bjarga Svíunum

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski pistlahöfundurinn Jonas Vogel kallar eftir því að Svíar sæki Þórólf Guðnason og geri hann að sóttvarnalækni þar í landi. Hann varpar þessu fram í pistli sem birtist í GöteborgsPosten í dag, en Stundin greindi fyrst frá málinu hér á landi.

Til þess að réttlæta skiptin minnir hann á að Ísland hefur fengið hinn sænska Lars Lagerbäck til þess að þjálfa íslenska karlalandsliðið í fótbolta. „Nú er komið að okkur að biðja um hjálp.“ segir Vogel.

Hann bendir á að næstum því 15.000 einstaklingar hafi látið lífið í Svíþjóð vegna faraldursins, og hann telur það góða ástæðu til að sækja nýjan sóttvarnalækni, og vill Þórólf í verkið. Svíar hafa frá upphafi kosið að takast á við faraldurinn með allt öðrum hætti en flestar aðrar þjóðir, en þar hafa litlar takmarkanir og fáleg viðbrögð ríkisstjórnarinnar verið talin orsök víðrar útbreiðslu sjúkdómsins þar í landi. Þá hefur sóttvarnalæknir Svía, Anders Tegnell, hlotið harða gagnrýni bæði innan Svíþjóðar sem utan fyrir ákvarðanir sínar og ráðgjöf.

Vogel bendir á að Þórólfur hafi leitt baráttu Íslands gegn kórónuveirufaraldrinum og telur hann hafa staðið sig vel. Hann segir að sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafi komið í veg fyrir mikinn skaða og bjargað mannslífum.

Líkt og þjóðin mun aldrei gleyma stóð Lagerbäck sig frábærlega með landsliðið og nú vill Vogel að Þórólfur launi Svíum greiðann með því að taka að sér sóttvarnamálin þar í landi.

Þórólfur hélt upp á 67 ára afmælið sitt í október á síðasta ári, en opinberir starfsmenn mega ekki vinna lengur en til 68 ára í Svíþjóð. Hér á landi er það 70 ár. Ákveði Þórólfur að taka starfið að sér hefði hann því einungis þrjá mánuði til stefnu til að bjarga Svíunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni

Yfirlýsing frá Jakobi Frímanni Magnússyni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva opnar sig upp á gátt: Höfuðkúpu- og rifbeinsbraut sambýliskonu sína – „Þegar ég vildi komast í efnin mín þá var ekkert sem stoppaði mig“

Eva opnar sig upp á gátt: Höfuðkúpu- og rifbeinsbraut sambýliskonu sína – „Þegar ég vildi komast í efnin mín þá var ekkert sem stoppaði mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjartnæm ástæða fyrir söfnunarhlaupi Bjarts – Einungis eitt af hverjum 100.000 börnum með heilkennið

Hjartnæm ástæða fyrir söfnunarhlaupi Bjarts – Einungis eitt af hverjum 100.000 börnum með heilkennið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna

Stefnir í erfiðan vetur fyrir ferðaþjónustuna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Okuriðgjöld, fákeppni og fádæma góð afkoma tryggingafélaga segir FÍB

Okuriðgjöld, fákeppni og fádæma góð afkoma tryggingafélaga segir FÍB