fbpx
Fimmtudagur 16.september 2021
Fréttir

Hildur sendi bréfapóst á netverjana sem hjóluðu í hana – „Ekki mín eigin fórnarlambsvæðing“

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júlí 2021 16:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sólveig Sigurðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, skrifaði pistil á dögunum þar sem hún sagði Þjóðahátíð í Eyjum ekki vera „fylliríshátíð“ og líkti sóttvarnaraðgerðum við pyntingaraðferðir. Pistill hennar vakti mikla athygli en margir voru ósammála skrifum Hildar.

Sjá nánar: Oddviti Sjálfstæðismanna:„Þjóðhátíð er ekki fylliríshátíð líkt og þorri nettrölla vill halda fram“

Margir voru svo óánægðir með skrif Hildar að þeir létu gamminn geysa í kommentakerfum fjölmiðla sem skrifuðu um pistilinn. Sumir sögðust vera ósammála Hildi og orðuðu það pent en aðrir ákváðu að vera með leiðindi. Hildur ákvað að senda kurteist bréf á það fólk sem „viðhafði óþarfa fordóma eða ljót orð“. Tígull greindi fyrst frá.

„Tilgangurinn með þessum bréfasendingum er ekki mín eigin fórnarlambsvæðing þar sem ég er blessunarlega komin með þykkan skráp af rúmum áratug í stjórnmálum heldur einlæg von um að einn af þessum tuttugu aðilum hugsi sig tvisvar um næst áður en hamrað er á lyklaborðið og eigi málefnalegri skoðanaskipti gagnvart öðrum einstaklingum sama hvar þeir búa, hvað þeir kjósa eða hvaða skoðanir þeir hafa,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook síðu sinni.

„Það er bara ekki runnið af þessari frá síðustu hátíð“, „Hversu mikil idíót geta verið í framlínu Sjálfstæðisflokksins“ og „Aumingja konan, hún á bágt og ætti að sækja sér hjálp“ eru meðal ummæla sem fólk lét falla.

Mynd/Hildur Sólveig/Facebook
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“
Fréttir
Í gær

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra

Íslensk kona sækist eftir skilnaði við svikulan sómalskan svein – Óvíst hvort hann sé ekkill, fráskilinn eða enn giftur ytra
Fréttir
Í gær

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur

Nýta sér gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“

Rauðagerðismálið – Átakanleg frásögn ekkju Armando: „Þá spyr ég – var hann skotinn?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“