fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Næturferð í Hrunalaug endaði í dómsal – Reyndi að toga hana til sín og hélt um rass hennar

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann frá Reykjavík fyrir kynferðislega áreitni í Hrunalaug aðfaranótt sunnudagsins 12. apríl í fyrra.

Segir í ákærunni að maður hafi strokið um bert bak og læri konunnar og reynt svo að toga hana til sín og um leið strokið og haldið um rass hennar utanklæða.

Í hegningarlögum er allt að tveggja ára fangelsi lagt við kynferðislegri áreitni, en þar segir að slík áreitni felist „m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.“

Héraðssaksóknari krefst í ákæru að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir konan kröfu um að maðurinn greiði henni 1,5 milljónir í bætur vegna atviksins.

Styr hefur staðið um Hrunalaug undanfarin ár en sóðaskapur gestkomandi í lauginni hefur verið heimamönnum til ama. Sagði RUV til dæmis frá því í maí í fyrra að „partýstand og óþrifnaður“ hafi verið við laugina það vorið. „Þeir ætla að setja upp búnað svo að hægt verði að tæma laugina þegar þurfa þykir,“ var haft eftir Helenu Eiríksdóttur, landeiganda. „Aðkoman þarna á hverjum einasta degi hefur verið þannig að það var allt í dósum, glerbrotum, ælur, alls kyns ófögnuður sem að var ekki mjög skemmtilegt að þurfa að þrífa upp,“ sagði hún jafnframt í sama viðtali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“