fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hjólhestahvíslarinn er með róttæka lausn fyrir síbrotamenn – „Ég get stolið fyrir milljón á mánuði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 19:00

Bjartmar Leósson - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi í dag frá gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manni sem virðist fyrirmunað að hætta að stela. Maðurinn er ákærður fyrir urmul smábrota, fyrst og fremst þjófnaði. Hann er meðal annars talinn hafa stolið rakvélum og skærum af rakarastofu, peningum af pizzastað, munum af hótelherbergi, matvælum úr verslun, heyrnartólum af höfði eigandans og ótal mörgu fleiru.

Sjá einnig: Kylfuvopnaði maðurinn virðist ekki geta hætt að stela

Maðurinn er úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli þess að taldar eru vera yfirgnæfandi líkur á því að hann haldi áfram að brjóta af sér ef hann verður frjáls ferða sinna.

Betra að hið opinbera sinni þeim en undirheimarnir

Flestir þekkja til ötulla sjálfsboðaliðastarfa Bjartmars Leóssonar sem hefur af þrautseigju endurheimt gífurlegt magn af þýfi undanfarin ár, fyrst og fremst reiðhjólum og skyldum verðmætum, t.d. rafskútum. Í nýrri færslu í Facebook-hópnum „Hjóladót, tapað, fundið eða stolið“ bendir Bjartmar á að flestir þjófarnir steli til að eiga peninga fyrir næsta fíkniefnaskammti. Lausnin sé sú að ríkið útvegi þeim fíkniefni fremur í stað undirheimanna. Við það myndi draga stórlega úr þjófnaði:

„„Ég get stolið fyrir milljón á mánuði“, sagði einn þeirra við mig. Það þarf að fara að mæta þessum hóp öðruvísi en gert er. Væri ekki betra ef þeim yrði sinnt af hinu opinbera heldur en undirheimunum? Og skera þannig burt afbrota factorinn sem er oft all svakalegur. Að þetta fólk fái bara sinn skammt án þess að þurfa að brjóta af sér.“

Bjartmar segir að þetta ætti eingöngu að gilda fyrir þá allra verst settu og með þyrftu að fylgja tilboð um ókeypis sálfræði- og geðlækningaþjónustu:

„Og með þessu þarf auðvitað að hvetja menn til að fara í meðferð, án þess þó að neyða neinn til þess auðvitað. Og svo þyrfti hreinlega að fylgja með ókeypis sálfræði- og geðlæknaþjónusta.

Hér er ég að tala um þá allra verst settu fyrst og fremst. Menn sem eru pikkfastir í vítahring fíknar og afbtota og verða það áfram alveg sama hvað löggan og dómskerfið segir og gerir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala