fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Frambjóðandi VG segir að brauð með hnetusmjöri sé hættulegra en bóluefni gegn COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. júlí 2021 20:15

Kári Gautason í samsettri mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það væri mun hættulegra að gefa allri þjóðinni ristað brauð með hnetusmjöri heldur en bóluefni gegn covid,“ segir Kári Gautason í líflegum og skemmtilegum pistli um alvarlegt málefni. Pistillinn birtist á Vísi.

Kári skipar fjórða sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Í upphafi greinarinnar sendir Kári pillu á þá sem hæst hafa hrópað um að stjórnvöld hafi klúðrað baráttunni við kórónuveirufaraldurinn:

„Eftir að hafa fengið mánuð í sumarfrí frá sóttvarnarráðstöfunum er búið að setja á samkomutakmarkanir á nýjan leik. Eðlilega velta margir fyrir sér hvað eigi að gera nú – fyrst að bólusetningarnar virðast á þessum tímapunkti ekki duga til þess að vinna bug á pestinni fyrir fullt og allt. Gleðskap og mannamótum um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst, landsspítalinn er á hættustigi og grímuskylda hefur víða verið tekin upp á nýjan leik. Þetta er upphafið á kvikmynd sem við höfum öll séð áður. Myndin heitir Covid-þrot og var spiluð þrívegis í fyrra. Eins og áður klífa fram sömu lukkuriddararnir beljandi um að stjórnvöld hafi klúðrað málunum og að það séu í staðinn þeir sem séu með svörin.“

Kári segir að bóluefnin gjörbreyti stöðunni þó að smittíðni sé há núna og fer hann lofsamlegum orðum um bóluefnin og bendir á sláandi mun á dánatíðni Covid-smitaðra sem eru ekki bólusettir og annarra smitaðra sem eru bólusettir:

„Bóluefnin sem um ræðir eru ein stærstu afrek vísindanna frá upphafi. Það verður ekki sagt nógu oft. Hraðinn við uppgötvun, prófun og fjöldaframleiðslu er margfaldur á við það sem best gerðist áður. Ekki nóg með það, þau óhemju örugg. Það væri mun hættulegra að gefa allri þjóðinni ristað brauð með hnetusmjöri heldur en bóluefni gegn covid. Bóluefni Pfizer og Moderna draga úr líkunum á því að veikjast alvarlega um u.þ.b. 90%. Það eru sárafá bóluefni við nokkurri pest sem státa af viðlíka eiginleikum. Þessar staðreyndir breyta framvindu bíómyndarinnar.

Þessi árangur í bólusetningum er ekki sjálfgefinn. Það er okkar gæfa að þátttaka í bólusetningum hefur verið mikil hérlendis. Sé litið vestur um atlantshafsálanna þá hafa bólusetningar orðið menningarstríðunum svokölluðu að bráð. Það birtist í því að nær allir sem skilgreina sig sem demókrata eru bólusettir eða ætla að láta bólusetja sig – á meðan tæpur helmingur þeirra sem skilgreina sig sem repúblikana hefur látið eða ætlar að láta bólusetja sig. Niðurstaðan er sú að smitum fjölgar dag frá degi. Af hverjum þúsund sem núna látast af Covid í Bandaríkjunum eru 999 óbólusettir.“

Þarf að bólusetja fleiri

Kári bendir á að aukið smitnæmi delta-afbrigðis kórónuveirunnar valdi því að svo margir bólusettir hafa smitast. Þetta ástand kalli á auknar bólusetningar. Bæði þurfi að bólusetja aftur hluta þeirra sem hafa verið bólusettir og síðan þurfi að ná til þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu. Samkomutakmörkunum þurfi síðan að beita til að halda aftur af stórum hópsmitum. Engin ástæða sé til að efast um gagnsemi bóluefnanna né aðgerða stjórnvalda í baráttunni við faraldurinn:

„En nú þegar smit eru í örum vexti hérlendis, eru margir sem byrja að efast um gagnsemi bólusetninganna og aðgerðir stjórnvalda. Höfðu vísindamenn og íslensk stjórnvöld þá rangt fyrir sér? Skýringin á nýgengni smita undanfarna daga liggur meðal annars í auknu smitnæmi delta afbragðisins. Þetta aukna smitnæmi kallar á að enn fleiri verði bólusettir til að hjarðónæmi náist. Fyrirætlanir eru um að gefa aukaskot af bóluefnum Pfizer eða Moderna (mRNA bóluefnum) til þeirra sem bólusett voru með Jansen og Astra Zeneca, til þess að bæta við vörn þeirra. Nýlegar greinar í m.a. tímaritinu Nature hafa sýnt fram á að slíkar blöndur geta gefið mjög góða vörn. Auk þess þarf að reyna að ná til þeirra þúsunda íslendinga sem ekki létu bólusetja sig í fyrstu boðun ásamt því að bólusetja fleiri í yngri aldurshópum.

Á meðan unnið er að því að koma þessum áætlunum í framkvæmd er mikilvægt að halda aftur að stórvægilegum hópsmitum. Líkt og bent hefur verið á þá eru hópsmit besta leið kórónaveirunnar til þess að halda dampi – séu slíkum atburðum sett takmörk þá á pestin erfiðara með að ná sér á flug. Því er engin ástæða að efast um gagnsemi bóluefna né um þær tímabundnu takmarkanir stjórnvalda sem tóku nýverið gildi nema síður sé.“

Gauti segir að bóluefnin hafi gagnast vel en mikilvægt sé að framleiða meira af þeim og bólusetja alla heimsbyggðina.

Greinin í heild

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“