fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Hörður staðfestir að Þjóðhátíð sé frestað

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 26. júlí 2021 20:50

Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir miklar vangaveltur undanfarna daga hefur það nú verið staðfest að Þjóðhátíð 2021 er frestað. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV, sendi út. Þrátt fyrir að hátíðin verði ekki haldin um Verslunarmannahelgina er það enn á borðinu að hún verði haldin síðar í sumar eða í haust. Enn er haldið í vonina um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 2021 en ákvörðun um það hvort hátíðin verði haldin síðar á árinu mun liggja fyrir í síðasta lagi þann 14. ágúst.

Samkvæmt tilkynningunni er verið að vinna að því að útbúa kerfi til að endurgreiða miða og verður það kynnt í byrjun næsta mánaðar þegar endurgreiðslur hefjast. Þeir sem eiga miða á Þjóðhátíð geta valið þrjá möguleika: Fá miðann endurgreiddan, styrkja ÍBV um andvirði miðans eða að flytja miðann yfir á Þjóðhátíð næsta árs.

Fyrr í dag var það tilkynnt að Brekkusöng Þjóðhátíðarinnar verði streymt á sunnudaginn 1. ágúst en það er hann Magnús Kjartan Eyjólfsson sem mun stýra söngnum heim til fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“