fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Fréttir

Farþegar íhuga að kæra Flensborgarstúdenta til lögreglu eftir hryllingsflug frá Krít – „Algjört skeytingarleysi gagnvart náunganum“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 26. júlí 2021 20:08

Skyldi næsta hópferð útskriftarhópsins vera í dómsal? mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar í leiguflugi frá Krít sem lenti á föstudagskvöldið á Keflavíkurflugvelli skoða nú réttarstöðu sína í ljósi upplýsinga um að á bilinu 30 til 40 einstaklingar hafi verið smitaðir af Covid-19 um borð í vélinni. Íhuga þeir að leggja fram kæru hjá lögreglunni. Í samtali við DV segir einn farþegi í vélinni að það sé alveg ljóst að allmargir þessara framhaldsskólanema hafi mátt vita að þau sýndu einkenni Covid-19 áður en farið var um borð í vélina. Þá bendir sá sami á að þau hin sömu hljóti að hafa logið til við forskráningarferlið. Aðrir viðmælendur sem DV ræddi við í gær og í fyrradag hafa einnig bent á það sama.

„Þegar til landsins er komið þarf að skrá sig inn í landið á forskráningarveg heilbrigðisyfirvalda og þar er sérstakt hak sem þarf að haka í áður en hægt er að halda áfram með skráninguna. Þú hakar sérstaklega við það að þú hafir ekki sýnt einkenni,“ segir farþeginn við DV. Þannig liggur það alveg fyrir að einhver hluti hópsins hafi logið til við skráninguna, segja viðmælendur DV.

„Skiljanlega vilja þau komast heim, en með því leggja þau aðra farþega í hugsanlega hættu, eða að minnsta kosti valda þeim miklu raski, enda erum við öll komin í sóttkví í viku, með tilheyrandi raski á vinnu og einkalífi.“

Að framvísa röngum upplýsingum gagnvart opinberum aðila, líkt og haldið hefur verið fram að hinir sjáanlegu veiku ferðalangar hafi gert, gæti talist skjalafals, samkvæmt almennum hegningarlögum. Þá eru sérstök ákvæði í hegningarlögum er varða ranga upplýsingagjöf til opinberra aðila og við brot á þeim ákvæðum liggur allt að fjögurra ára fangelsi.

Þá er spurning hvort að athæfið sem krakkarnir eru vændir um, að hafa farið um borð í flugvél vitandi að þau sýndu einkenni Covid-19, gæti talist almannahættubrot. Í hegningarlögum segir: „Fangelsi allt að 4 árum skal sá sæta, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska.“

„Þetta er hið minnsta algjört skeytingarleysi gagnvart náunganum,“ segir viðmælandi DV að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu

Íbúar í Innri-Njarðvík vilja meiri upplýsingar um vistun ósakhæfra í hverfinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Nítján þolendur hópnauðgana hafa leitað hjálpar það sem af er ári

Nítján þolendur hópnauðgana hafa leitað hjálpar það sem af er ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hreinsaðir af morðákærum íslenska ríkisins á einu ári – 68 milljóna lögmannskostnaður fellur á ríkið

Fjórir hreinsaðir af morðákærum íslenska ríkisins á einu ári – 68 milljóna lögmannskostnaður fellur á ríkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“