fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Tveir dópaðir keyrðu niður ljósastaur í Mosó og vísuðu svo hvor á annan

Heimir Hannesson
Laugardaginn 24. júlí 2021 11:25

Mosfellsbær úr lofti, en bærinn er einum ljósastaur fátækari eftir nóttina. mynd/Wiki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af nægu var að taka hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Fjölmargir voru handteknir vegna ölvunar- og/eða fíkniefnaaksturs í umdæminu. Þá var tilkynnt um innbrot á heimili og í bifreið í austurborginni í gærkvöldi með 14 mínútna millibili. Klukkan hálf fimm í nótt var tilkynnt um innbrot í leikskóla í póstnúmeri 108 í Reykjavík. Ekki kemur fram um hvaða leikskóla ræddi, en samkvæmt heimasíðu Reykjavíkurborgar eru níu leikskólar í póstnúmerinu.

Þá kom lögregla að því að brjóta upp slagsmál rétt fyrir miðnætti í miðborginni.

Klukkan hálf níu í gærkvöldi barst þá lögreglu tilkynning um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur í Mosfellsbæ. Kom á daginn að tveir einstaklingar voru í bílnum, báðir grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir voru ekki í bílnum þegar lögreglan kom á vettvang og vísuðu þeir hver á annan þegar spurt var hver hefði setið við stýrið. Segir í dagbókarfærslu lögreglunnar að báðir hafi verið handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“