fbpx
Laugardagur 25.september 2021
Fréttir

Svona verður grímuskyldan – Allt um nýju sóttvarnatakmarkanirnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. júlí 2021 20:44

Frá ráðherrafundinum á Egilsstöðum. Mynd: Gunnar Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með miðnætti þann 25. júlí taka nýjar sóttvarnatakmarkanir gildi og gilda til 13. ágúst.

Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 og 1 metra fjarlægðarmörk taka gildi. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin bæði fjöldatakmörkunum og fjarlægðarreglunni.

Grímuskylda verður tekin upp innanhúss þar sem ekki er hægt að koma við 1 metra reglu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.

Takmarkanir á íþróttaviðburðum

Íþróttaæfingar og íþróttakeppni barna og fullorðinna verða áfram heimilar, með og án snertingar, en hámarksfjöldi þátttakenda er 100. Á íþróttaviðburðurm verður hámarksfjöldi í hverju rými 200 manns, sem þýðir að íþróttafélög verða aftur að taka upp hólfaskiptingu á viðburðum. Mun mest reyna á það á leikjum í efstu deild karla í knattspyrnu.

Á leiksýningum og öðrum viðburðum, einnig í kirkjum og öðrum samkomustöðum, verður hámarksfjöldi þátttakenda á sviði 100 manns og hámarksfjöldi gesta 200 manns.

Veitingastaðir, barir og skemmtistaðir mega hafa opið til 23 á kvöldin en tæma þarf staðina á miðnætti.

Sjá nánar tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins

Sjá reglugerð heilbrigðisráðuneytisins

Sjá minnisblað sóttvarnalæknis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokayfirlýsing DV: Faðir sem opinberar barnið sitt

Lokayfirlýsing DV: Faðir sem opinberar barnið sitt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sér ekki ástæðu til hertra aðgerða í bili

Sér ekki ástæðu til hertra aðgerða í bili