fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kennaradrama í héraðsdómi – Var ósáttur við uppsögn og stefndi skólanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. júlí 2021 17:10

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll þann 20. júlí í máli stærðfræði- og viðskiptafræðikennara við ónefndan framhaldsskóla hér á landi, sem stefndi ríkinu vegna uppsagnar hans  við skólann vorið 2018.

Kennarinn krafðist þess að uppsögnin yrði ógilt og honum yrðu dæmdar þrjár milljónir króna í miskabætur.

Maðurinn var ráðinn til skólans árið 2007 og fastráðinn árið 2010. Við upphaf skólaárs 2017 lá fyrir að aðsókn að tilteknum námsbrautum í skólanum hafði dregist saman með þeim afleiðingum að kennslumagn í stærðfræði og viðskiptagreinum hafði dregist saman. Skólameistari og aðstoðarskólameistari gerðu þá samanburð á fjórum kennurum í stærðfræði, viðskiptagreinum og upplýsingatækni. Lagt var mat á fjóra þætti og niðurstaðan var sú að umræddur kennari fékk lægsta matið, meðal annars í kennslumati nemenda á gæðum kennslu hans.

Sagði að uppsögnin hefði verið ákveðin fyrirfram

Kennarinn heldur því fram að skólameistari hafi þegar tekið ákvörðun um að segja sér upp áður en matið á hæfni kennaranna fór fram. Hann hefði kallað sig til fundar í nóvember árið 2017 og hvatt sig til að skoða aðra möguleika en kennslu við skólann.

Þá heldur kennarinn því fram að uppsögn hans hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög, samkvæmt þeim hefði ekki skólameistari ekki haft umboð til að segja honum upp störfum án þess að bera ákvörðunina undir skólanefnd.

Þá gerði kennarinn ítarlegar athugasemdir við kennaramatið þar sem hann var metinn síst hæfur af kennurunum fjórum.

Voru boðin önnur verkefni

Skemmst er frá því að segja að héraðsdómur ómerkti meira og minna allan málatilbúnað kennarans. Til dæmis þá fullyrðingu hans að uppsögn hefði verið ákveðin fyrirfram því skólameistari hefði kallað sig á fund í nóvember og hvatt sig til að hugleiða aðra kosti en kennslu við skólann. Gögn málsins sýna að matið á kennurunum fór fram snemma í nóvember og það var komið af stað eða því jafnvel lokið þegar þetta samtal fór fram.

Þá kom enn fremur fram að kennaranum höfðu verið boðnir aðrir kostir, til dæmis skjalavarsla í hálfu starfi og kennsla í hálfu starfi. Þeim tilboðum hafði hann hafnað og því var fullreynt um sáttaleiðir þegar honum var sagt upp.

Kröfur kennarans um að uppsögnin yrði ógilt og miskabætur var því hafnað.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“
Fréttir
Í gær

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás