fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
Fréttir

Búist við slæmum skelli í fjölgun smita – Víðir er áhyggjufullur – „Harðar aðgerðir í skamman tíma virka best“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. júlí 2021 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtals greindust 98 innanlandssmit þann 19 og 20 júlí hér á landi. 20 þeirra sem greindust hafa ekki verið bólusettir og meirihluti smitanna greindist utan sóttkvíar. Grunar því marga að smitin sem greindust í gær verði ansi mörg. „Búist við fjölgun smita,“ segir til að mynda í frétt RÚV sem birtist í morgun.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í gær að hann væri vonsvikinn með það hvernig faraldurinn hefur þróast undanfarna daga. Í samtali við RÚV síðar um daginn sagðist hann svo vera með áhyggjur af stöðu mála. „Maður hefur talsverðar áhyggjur. Við höfum séð að með fjölgun smita líða um sjö til fjórtan eða fimmtán dagar þar til sjúkrahúsinnlögnum fjölgar. Nú vorum við með sjúkrahúsinnlögn í gær, önnur innlögn er yfirvofandi núna og stöðugt fleiri eru að veikjast, “ sagði Víðir í Síðdegisútvarpinu í gær.

„Við höfum náttúrulega verið að reyna ýmislegt frá upphafi faraldursins en almennar aðgerðir skila mestum árangri. Við höfum séð það að harðar aðgerðir í skamman tíma virka best. En nú þurfa menn að liggja yfir þessu næstu daga og sjá, “ sagði Víðir og bætir svo við að fríi Íslendinga frá veirunni sé lokið í bili. „Þetta er hundleiðinlegt. Ég held að við höfum öll verið á þeim stað þegar öllu var aflétt að þetta væri bara búið en staðreyndin er bara önnur.“

Miðað við það hvernig smitum hefur fjölgað síðustu daga er búist við því að ákaflega margir hafi greinst smitaðir af Covid-19 í gær. Töluverður fjöldi fór í sýnatöku í gær, meðal annars fólk sem gerði sér ferð á útihátíðina LungA á Seyðisfirði um helgina.

Búið er að aflýsa fyrstu útihátíðinni en það var fjölskyldu- og bæjarhátíðin Flúðir um Versló. Ef takmarkanir eru ekki hertar fara fram nokkrar stórar hátíðir um helgina, til að mynda bæjarhátíðirnar Franskir dagar á Fáskrúðsfirði og Mærudagar á Húsavík. Tónlistarhátíðin Bræðslan fer svo fram á Borgarfirði Eystri en uppselt er á þá hátíð og því búist við að fjöldi fólks streymi þangað.

Almannavarnir og embætti Landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar vegna stöðunnar á faraldrinum hér á landi klukkan 11:00 í dag. Fæstir búast við góðum fréttum frá þríeykinu en líklegt er að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sé búinn að taka saman minnisblað með tillögum um hertar aðgerðir. Hann er vafalaust lítið spenntur fyrir því að þorri landsins komi saman á stórum hátíðum næstu helgar en Verslunarmannahelgin nálgast óðfluga.

Um er að ræða eina stærstu, ef ekki stærstu ferðahelgi ársins, og munu stórir hópar koma saman um allt land. Til að mynda mættu um 15.000 manns á Þjóðhátíð árið 2016 og vildu einhverjir meina að Þjóðhátíð í ár yrði sú fjölmennasta til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

COVID-19 – Hérna er allt það helsta sem kom fram á upplýsingafundinum – Þórólfur sendir frá sér minnisblað í dag

COVID-19 – Hérna er allt það helsta sem kom fram á upplýsingafundinum – Þórólfur sendir frá sér minnisblað í dag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
78 smit í gær
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mikið um innbrot í júní

Mikið um innbrot í júní
Fréttir
Í gær

Þórólfur segir hugsanlegt að þúsundir smita geti komið upp í tengslum við útihátíðir á borð við Þjóðhátíð

Þórólfur segir hugsanlegt að þúsundir smita geti komið upp í tengslum við útihátíðir á borð við Þjóðhátíð
Fréttir
Í gær

Björn Ingi telur óhjákvæmilegt að útihátíðir verði blásnar af

Björn Ingi telur óhjákvæmilegt að útihátíðir verði blásnar af
Fréttir
Í gær

Svona er staðan á Landspítalanum vegna Covid-19

Svona er staðan á Landspítalanum vegna Covid-19
Fréttir
Í gær

Smitin koma frá skemmtistöðum í Bankastræti og íslenskri djammferð til London

Smitin koma frá skemmtistöðum í Bankastræti og íslenskri djammferð til London
Fréttir
Í gær

Víðir vonsvikinn: „Það er ekk­ert sem stopp­ar þess­a út­breiðsl­u“

Víðir vonsvikinn: „Það er ekk­ert sem stopp­ar þess­a út­breiðsl­u“
Fréttir
Í gær

Þingframboð Guðlaugs runnið út í sandinn vegna fjársvikaákæru – „Það er enginn saknæmur gjörningur af minni hálfu“

Þingframboð Guðlaugs runnið út í sandinn vegna fjársvikaákæru – „Það er enginn saknæmur gjörningur af minni hálfu“
Fréttir
Í gær

Sverrir opnar Nýju Vínbúðina – „Ýtir undir heilbrigða samkeppni“

Sverrir opnar Nýju Vínbúðina – „Ýtir undir heilbrigða samkeppni“
Fréttir
Í gær

Íslendingur grunaður um morð í Bandaríkjunum – Talinn hafa sundurlimað líkið eftir ódæðið

Íslendingur grunaður um morð í Bandaríkjunum – Talinn hafa sundurlimað líkið eftir ódæðið