fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Vopnað rán í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 05:44

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um vopnað rán í miðborginni. Þar hafði maður ógnað starfsmanni verslunar með brotinni flösku og rænt peningum áður en hann flúði af vettvangi. Lögreglan fann meintan ræningja síðar um kvöldið og handtók hann. Hann dvelur nú í fangageymslu og bíður yfirheyrslu.

Á sjöunda tímanum réðust þrír menn á einn í miðborginni. Fórnarlambið hlaut ekki alvarlega áverka og ætlaði sjálft að koma sér á bráðadeild. Vitað er hverjir árásarmennirnir eru.

Um klukkan 18 varð árekstur í Árbæjarhverfi. Engin slys urðu á fólki en annar ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og réttindalaus. Hann var handtekinn.

Um klukkan 18.30 var tilkynnt um mann með klút fyrir andlitinu á ferð í Árbæ og var hann að reyna að komast inn í bíla. Hann reyndist vera í annarlegu ástandi og eftirlýstur og var því handtekinn og fluttur í fangageymslu.

Tilkynnt var um fimm mál þar sem ölvað fólk var til ama og leiðinda. Öll voru þau leyst á vettvangi.

Brotist var inn í bifreið í Vesturbænum og í hús í Kópavogi.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis.

Í Mosfellsbæ féll maður af hestbaki á níunda tímanum í gærkvöldi. Hann reyndist ekki alvarlega slasaður en var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sér ekki ástæðu til hertra aðgerða í bili

Sér ekki ástæðu til hertra aðgerða í bili