fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fréttir

Svona er staðan á Landspítalanum vegna Covid-19

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 16:39

mynd/Landspítalinn samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn sjúklingur liggur nú á smitsjúkdómadeild Landspítalans en alls eru 220 manns í eftirliti á Covid-göngudeildinni, þar af 15 börn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans sendi út. Þá kemur einnig fram að fjórir starfsmenn spítalans séu í einangrun, 5 í sóttkví A og 115 í sóttkví C.

Farsóttanefnd, framkvæmdastjórn og forstöðumenn spítalans ákváðu á fundi í hádeginu í dag að halda áfram að auka sóttvarnarráðstafanir á spítalanum. Er það gert í því skyni að draga úr líkum á að smit berist inn í starfsemina.

Nú þegar hafa eftirfarandi ráðstafanir verið gerðar og tekið gildi:

  1. Tvöföld skimun bólusetts starfsfólks eftir komu frá útlöndum með 5 daga vinnusóttkví á milli. Óbólusettir fylgja áfram reglum stjórnvalda.
  2. Algjör grímuskylda alls starfsfólks og allra þeirra sem eiga erindi inn á spítalann. Börn 12 ára og eldri skulu bera grímu.

Frá og með deginum í dag, 21. júlí, gildir eftirfarandi til viðbótar:

  1. Heimsóknir eru áfram á tilgreindum tímum en aðeins einn gestur má koma til sjúklings á hverjum degi. Ef nauðsyn krefur má fylgdarmaður koma með til aðstoðar. Undanþágur vegna sérstakra tilvika eru í höndum stjórnenda viðkomandi deilda eins og verið hefur. Börn undir 12 ára aldri ættu ekki að koma í heimsókn nema í samráði við stjórnendur viðkomandi deildar. Sjá nánar um heimsóknir hér: https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/hagnytar-upplysingar/heimsoknartimar/
  2. Mælst er til þess að sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknadeildir í viðtöl, meðferðir eða rannsóknir komi einir nema brýna nauðsyn beri til og þá fylgi aðeins einn aðstandandi.
  3. Leyfi inniliggjandi sjúklinga eru almennt ekki leyfð nema leyfi sé hluti af útskriftarundirbúningi eða lykilþáttur í endurhæfingu.

Að lokum er minnt á að enn gildir sú meginregla að starfsmaður sem fer í einkennasýntöku vegna COVID-19 skal vera heima þar til niðurstaða liggur fyrir. „Ljóst er að nú um hásumarið getur þessi ráðstöfun skapað öryggisógn vegna manneklu. Í þeim tilvikum getur stjórnandi/vaktstjóri ráðfært sig við farsóttanefnd um hvað sé til ráða. Farsóttanefnd er að skoða möguleika á að taka upp hraðpróf og verður nánar greint frá því síðar,“ segir í tilkynningunni.

„Farsóttanefnd vill á þessum viðsjárverðu tímum mildilega beina þeim tilmælum til starfsfólks Landspítala að það gæti sín vel í samfélaginu; forðist fjölmenn mannamót, skemmtistaði, veislur og viðburði sem hafa oft leitt til mikillar dreifingar smits. Nú er rétti tíminn til að búa til „sumarkúlu“ og hafa það notalegt með sínum nánustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf

Hafa gert samning um gjaldfrjáls hraðpróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks

Óhugnanleg myndbönd frá eldgosinu á La Palma – Hraunið streymir niður göturnar og gleypir heimili fólks
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“