fbpx
Mánudagur 20.september 2021
Fréttir

Matthías tekur við Borgarplasti

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 12:44

Matthías Matthíasson mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Matthíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarplasts. Borgarplast var stofnað í Borgarnesi árið 1971 og fagnar því 50 ára afmæli á árinu. Með ráðningunni er stefnt að því að byggja ofan á þær traustu stoðir sem Guðbrandur Sigurðsson, fráfarandi framkvæmdastjóri, hefur lagt grunninn að.

Nýr framkvæmdastjóri mun leggja sérstaka áherslu á sölu og útflutning, en Matthías býr yfir mikilli reynslu á því sviði. Á árunum 2009-2020 starfaði hann sem framkvæmdastjóri flutningasviðs hjá Eimskip. Á árunum 2004-2009 var hann framkvæmdastjóri Komatsu í Danmörku og þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Eimskips í Englandi.

„Guðbrandur hefur leitt fyrirtækið af mikilli festu í gegnum mikla umbreytingu og COVID en hefur nú óskað eftir því að láta af störfum til að sinna öðrum verkefnum. Eftir sameiningu fjölskyldufyrirtækjanna Plastgerðar Suðurnesja og Borgarplasts hefur hann innleitt og byggt upp innri ferla þar sem áhersla er lögð á öryggismenningu, umhverfis- og gæðamál og nýsköpun. Síðast en ekki síst hefur hann fengið öflugt fólk til liðs við félagið sem tók við af fyrri eigendum. Matthías tekur nú við keflinu og mun halda áfram að efla félagið og sinna fjölmörgum viðskiptavinum Borgarplasts í matvæla- og byggingariðnaði af myndarbrag,“ segir Árni Jón Pálsson, stjórnarformaður Borgarplasts.

Borgarplast framleiðir fiskiker og frauðkassa fyrir ferskan fisk, frauðeinangrun og ýmsar fráveitulausnir á borð við brunna, olíuskiljur og rotþrær. Í Mosfellsbæ rekur Borgarplast hverfisteypu fyrir fiskikör og er stærsti söluaðili einangraðra fiskikerja á Íslandi ásamt því að selja fiskiker til allra heimsálfa. Í Reykjanesbæ starfrækir fyrirtækið frauðverksmiðju með umtalsverða framleiðslugetu.

Borgarplast leggur áherslu á að nota endurvinnanleg hráefni og hefur verið leiðandi framleiðandi á vörum sem ætlaðar eru til hreinsunar á frárennsli frá fyrirtækjum og heimilum. Félagið hefur þannig alla sína tíð lagt sitt á vogarskálarnar í umhverfisvernd og þjónustu við fyrirtæki sem þurfa að uppfylla lög og reglugerðir um hreinlæti og umhverfisvernd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt

Yfirlýsing DV: Beittu barni til að stöðva frétt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay ráðinn dósent í Háskólanum á Akureyri

Gordon Ramsay ráðinn dósent í Háskólanum á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COVID-smitaður handtekinn vegna líkamsárásar og brots á sóttvarnarlögum

COVID-smitaður handtekinn vegna líkamsárásar og brots á sóttvarnarlögum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva opnar sig upp á gátt: Höfuðkúpu- og rifbeinsbraut sambýliskonu sína – „Þegar ég vildi komast í efnin mín þá var ekkert sem stoppaði mig“

Eva opnar sig upp á gátt: Höfuðkúpu- og rifbeinsbraut sambýliskonu sína – „Þegar ég vildi komast í efnin mín þá var ekkert sem stoppaði mig“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“

Anton bar vitni í Rauðagerðismálinu – „Það er búið að rústa öllu hjá mér, fjölskyldulífinu…“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur

Dóttir Sibbu glímir við hræðilegan sjúkdóm en kemur að lokuðum dyrum – „Grátandi og öskrandi af sársauka“ en fær engar bætur