fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Kári Stefáns segir útlitið nægilega svart til að réttlæta aðgerðir – „Það væri heimskulegt að sitja á hliðarlínunni og gera ekki neitt“

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 14:43

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar Mynd:Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir þó nokkra mánuði af Covid-leysi í fréttum virðist almenningur nú vera að vakna upp við vondan draum: Fjórða bylgjan er hafin. Svo sagði hið minnsta Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í morgun, í kjölfar tilkynningar um að 38 smit hefðu greinst innanlands í gær. Hundruð sæta nú sóttkví og ákvað ríkisstjórn Íslands að herða takmarkanir á landamærum á ný í gær. Taka þær aðgerðir gildi eftir tæpa viku.

Í samtali við DV tekur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í svipaða strengi og Þórólfur. „Ég held að við séum ósköp einfaldlega að byrja að sjá hvernig þessi faraldur ætlar að fara með okkur á seinni stigum, því að bólusetningin hún virðist vera miklu síður effektíf að koma í veg fyrir sýkingar en að koma í veg fyrir að fólk verði lasið,“ útskýrir Kári. „Það ætti svo sem ekki að koma mikið á óvart.“

Kári segir veiruna nú læðast inn í landið með bólusettu fólki sem kemur erlendis frá. „Það fólk er með veiruna í sínu nefkoki og smitar aðra þegar hingað heim er komið.“ Þá segir hann hátt hlutfall bólusettra hér á landi ekki fría landsmenn ábyrgð. „Í fyrsta lagi, þó svo að hinir bólusettu verði sjaldnast veikir, þá eru að berast fréttir til dæmis frá Spáni um að fólk sé að leggjast inn á sjúkrahús mikið lasið. Þau veikindi eru þá meira uppköst og niðurgangur og slíkt. En svo er annað, að það eru 110 þúsund manns sem ekki hafa verið bólusett hér á landi. Og síðan verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að innan skamms koma skólarnir saman þar sem óbólusett börn munu koma saman,“ segir Kári.

Í þessu ljósi segir hann útlitið nægilega svart til þess að það hafi verið eðlilegt að grípa til þeirra ráðstafana sem gripið var til. Gefur hann þá lítið fyrir mótlætið sem þær aðgerðir hafa fengið úr pólitíkinni og frá hagsmunahópum ferðaþjónustunnar.

„Ég tel það afskaplega vanráðið af talsmönnum ferðaþjónustunnar að vera að gagnrýna þetta,“ útskýrir Kári. „Þeir virðast gleyma því að þessar ráðstafanir sem gripið hefur verið til, þær hafa gert það að verkum að við gátum opnað Ísland á undan á öllum öðrum. Þær ráðstafanir sem þeir mótmæltu af miklum krafti reyndust þjóna þeirra hagsmunum til jafns við allra annarra.“

„Svo er það spurningin um takmarkanir innanlands og framhaldið. Þetta eru allt saman hlutir sem við þurfum að velta fyrir okkur núna. Það væri heimskulegt að sitja á hliðarlínunni að gera ekki neitt,“ segir Kári að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“