fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fréttir

Gísli Marteinn skilur ekki hvers vegna þetta er svona stórt vandamál – „Hver hefur verið tekinn af lífi og ekki átt afturkvæmt?“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 19. júlí 2021 16:15

Gísli Marteinn Baldursson Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson var gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Þar ræddu þau margt og mikið, til að mynda mataræði, samgöngur, stjórnmál og fjölmiðla. Þau komu inn á tjáningarfrelsi fjölmiðlamanna sem leiddi umræðuna út í cancel culture, sem er einnig þekkt sem slaufunarmenning. En það er umræða sem hefur verið mikið á milli tannana á fólki síðustu misseri.

Edda Falak spurði hann hvað honum þætti um fyrirbærið cancel culture og því svaraði Gísli með því að benda á að honum þætti þetta orð mögulega vera gildishlaðið. Svo spurði hann hvort einhverjum hefði í raun verið „cancelað“ á Íslandi.

„Þú ert cancelled fyrir mér“

„Mjög margir upplifa það líklega þannig að bæði Auði og Ingó hafi verið „cancelled“, en ef við tökum þeirra mál aðeins út fyrir sviga þar sem þeirra mál eru í gangi akkúrat núna. Hefur einhverjum verið cancelerað á Íslandi? Hefur einhverri bók eða manneskju verið rækilega cancelerað á samfélagsmiðlum?“ spurði Gísli.

„Ég hef alveg séð tilvik þar sem fólk er gagnrýnt fyrir eitthvað. Það er alveg stíf umræða um eitthvað fólk og gagnrýni og svona. Fólk segir alveg hluti eins og: „Ég ætla ekki að mæta á þetta,“ eða „ég ætla ekki að kaupa þessa bók,“ eða eitthvað svoleiðis. Þetta gerist bæði með Íslendinga og útlendinga.“

Gísli segir að sú menning sem hann lýsi hér að ofan sé ekkert ný. Fólk hafi lengi sniðgengið hvert annað. „Núna segir fólk: „Þú ert cancelled fyrir mér,“ og segir það í hálfkæringi, en meinar það stundum líka.“

„Ég sé ekki að þetta sé svona svakalegt vandamál“

Þá segist Gísli ekki skilja hvers vegna fólki finnist slaufunarmenningin vera svona mikið vandamál.

„Í alvöru talað þá sé ég ekki að þetta sé svona svakalegt vandamál að fólk með síma segi bara sína skoðun, það segir bara: „ Ég ætla ekki að mæta á tónleika því þessi er að spila, eða þessa útihátíð,“ Ég sé þetta ekki sem eitthvað svakalegt vandamál, eða að það sé verið að taka fólk af lífi,“ segir Gísli og spyr: „Hver hefur verið tekinn af lífi og ekki átt afturkvæmt?“

Þá sagði Gísli að hann viti um marga menn sem gjarnan sé minnst á í sambandi við kynferðisofbeldi en lifi þrátt fyrir það góðu lífi.

Veit um fullt af stákum sem lifa góðu lífi

„Ég veit um fullt af stákum sem enn þá eru í umræðunni út af kynferðisofbeldi en lifa flottu lífi.“

Edda og Fjóla tóku undir þetta og tóku fram að þær hefðu í raun ekki séð neinum vera útskúfað úr samfélaginu líkt og oft sé talað um. Þá tók Gísli fram að oft hafi valdalítið fólk verið „cancelað“ af þeim valdamiklu. Að mati Gísla er breytingin sé sú að valdaminna fólk er að fá rödd í gegnum samfélagsmiðla.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Farþegi í Krítar-fluginu kemur Flensborgarkrökkunum til varnar – „Fólk er alltaf að gera sig að fórnarlömbum“

Farþegi í Krítar-fluginu kemur Flensborgarkrökkunum til varnar – „Fólk er alltaf að gera sig að fórnarlömbum“
Fréttir
Í gær

71 smit innanlands en ekkert á landamærum

71 smit innanlands en ekkert á landamærum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður grímuskyldan – Allt um nýju sóttvarnatakmarkanirnar

Svona verður grímuskyldan – Allt um nýju sóttvarnatakmarkanirnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“

Svona bregst þjóðin við fréttunum: „Ég vil að ríkisstjórnin taki aðra þotu á leigu og skelli sér í langt frí til Norður-Kóreu“