fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fréttir

Þetta gerðist eftir að hún fékk fullnægingu með annarri konu í fyrsta skiptið

Fókus
Sunnudaginn 18. júlí 2021 17:00

Kynlífssérfræðingurinn Nadia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynfræðingurinn Nadia Bokody segist hafa farið að hágráta eftir að hún fékk fyrstu fullnæginguna sína með annarri konu. Nadia, sem er 34 ára gömul, skrifaði um reynsluna sína á News.com.au en þar segir hún til að mynda frá því að hún eigi, líkt og margar konur, erfitt með að slaka á í svefnherberginu.

Hún segir að það sé ástæðan fyrir því að hún hafi farið að hágráta eftir fyrstu fullnæginguna sína með annarri konu. „Ég fór að hágráta fyrir framan konu sem ég var að stunda kynlíf með,“ segir Nadia. „Við erum ennþá nakin og upp við hvora aðra þegar tárin byrja að streyma úr augunum mínum.“

Nadia segist hafa verið afar tilfinningaþrungin eftir fullnæginguna en konan sem var með henni furðaði sig á því hvers vegna hún grét. „Eðlilega var hún að furða sig á þessu,“ segir Nadia. Þrátt fyrir að hún vinni við að skrifa um kynlífið sitt þá segir hún að hún sé ennþá með sama óöryggið sem aðrar konur glíma við í svefnherberginu.

„Í hvert skipti sem ég stunda kynlíf með nýrri manneskju þá byrja ég að krefja sjálfa mig um of mikið, það gerir það nánast ómögulegt að fá fullnægingu.“

Þetta var ekki fyrsta kynlífið sem Nadia stundar með annarri konu en hún segir að í fyrri skipti hafi hún ekki náð að slaka nógu mikið á. „Mér fannst ég þurfa stanslaust að heilla hana,“ segir hún.

Að lokum segir Nadia að það sé erfitt að ná að slaka á, sérstaklega fyrir konur. „Eftir allt saman eyðum við meirihluta ævinnar í að þurfa að vera tilbúin að hugsa um að öðrum en okkur líði vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt