fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fréttir

Orðið á götunni: Órólega deild VG hrærir í framtíðarvonum Katrínar Jakobs – Tekst henni að slá met Davíðs Oddssonar?

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 18. júlí 2021 18:30

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að sitjandi ríkisstjórn njóti þokkalegra vinsælda. Hvað eftir annað mælist stuðningur við hana um eða yfir 50% sem hlýtur að þykja afrek í ljósi pólitísks óstöðugleika á Íslandi á eftirhrunsárum.

Klári Katrín kjörtímabilið, sem allar líkur eru auðvitað á, verður hún fyrsti forsætisráðherrann til þess að klára heilt fjögurra ára kjörtímabil í forsætisráðherrastóli síðan Davíð Oddsson kláraði sitt næstsíðasta árið 2003. Tæki hún heilt annað kjörtímabil í röð í forsætisráðherrastóli væri hún að jafna annað met Davíðs frá 1995-2003.

Kaldhæðni örlaganna er auðvitað sú að það sem helst kemur í veg fyrir það að Vinstri grænir verði andlit pólitísks stöðugleika á Íslandi eftir hrun, er órólega deildin flokksins. Í fréttum síðustu helgar sagði frá því að yfirgnæfandi andstaða mældist nú meðal flokksmanna VG við að halda óbreyttu stjórnarsamstarfi gangandi eftir kosningar.

Þegar sjónvarpsfréttamaður leitaði eftir viðbrögðum formanns Framsóknarflokksins við þessu sagði Sigurður Ingi þetta vera innanflokksmál VG og að Framsókn gengi til kosninga óbundinn. Sagt er að flissað sé yfir stöðu VG innan Valhallar líka.

Óumdeilt er að sitjandi ríkisstjórn er ein sú allra vinsælasta í landinu frá því löngu fyrir hrun. Stóru stjórnarandstöðuflokkarnir hafa hríðfallið í fylgi á kjörtímabilinu og mistekist gjörsamlega að gefa kjósendum ákjósanlegan valkost í næstu kosningum. Samfylkingin skrapar botninn, Miðflokkurinn bætir litlu ef einhverju við sig. Best stendur Viðreisn sig líklega, en flokkurinn er í síðustu könnunum kominn upp í kjörfylgi sitt 2016.

Fari kosningarnar eins og t.d. síðasti Þjóðarpúls Gallup benti til verður afar erfitt að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú situr. Eins mun almenningur spyrja hvers vegna að breyta einhverju sem virkar. Þá velta stjórnmálaspekúlantar því fyrir sér hvort hugmyndafræðilegur pjúrítanismi Vinstri grænna gagnvart samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn muni fæla atkvæði burt frá flokknum, í ljósi vinsælda ríkisstjórnarinnar. Einn flokkur hefur frá því fyrir síðustu kosningar lýst því staðfastlega yfir að hann muni ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum. Sá flokkur er Samfylkingin og er ekki að sjá að hann hafi nokkuð grætt á þeirri stefnu.

Eitt er ljóst: Ætli Katrín sér að slá fleiri met Davíðs Oddssonar bíður hennar ærið verkefni að róa órólegu deildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ekið á hjólreiðamann

Ekið á hjólreiðamann
Fréttir
Í gær

Fleiri farþegar í hryllingsfluginu frá Krít stíga fram – Hóstandi útskriftarnemendur fóru fárveikir um borð – „Ég fékk bara innilokunarkennd og langaði að öskra“

Fleiri farþegar í hryllingsfluginu frá Krít stíga fram – Hóstandi útskriftarnemendur fóru fárveikir um borð – „Ég fékk bara innilokunarkennd og langaði að öskra“